Sport

Vildi frekar reka þjálfarann en ljúga að honum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rivera labbar af velli í sínum síðasta leik með Panthers.
Rivera labbar af velli í sínum síðasta leik með Panthers. vísir/getty
Ron Rivera var í gær rekinn sem þjálfari Carolina Panthers í NFL-deildinni en tvær vikur eru síðan eigandi félagsins, David Tepper, íhugaði fyrst að reka þjálfarann.

Nú hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð og Tepper ákvað að láta þjálfarann fjúka.

„Það kemur sá tímapunktur þar sem þú vilt lyfta öllu félaginu. Það verður að hrista tréð ef maður ætlar að fá einhver epli,“ sagði Tepper sem þótti ákaflega heiðarlegur í framkomu sinni í þessu máli. Eitthvað sem alla jafna sést ekki.

Eigandinn vildi ekki ljúga að þjálfaranum sínum og fara á bak við hann. Þess vegna ákvað hann að koma hreint fram og láta Rivera fara strax.

„Tíminn var kominn. Ég vildi ekki hefja leit að nýjum þjálfara og ljúga að Ron að ég væri ekki að gera það. Hann er góður maður og á það ekki skilið.“

Rivera er sigursælasti þjálfari í sögu Panthers og var tvisvar valinn þjálfari ársins í NFL-deildinni.

Tepper vill ráða sóknarþjálfara sem notar tölfræði mikið. Hann er sagður horfa hýru auga til Greg Romad sem er sókjnarþjálfari Baltimore Ravens sem er besta sókn deildarinnar í dag.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×