Glæsimark Mounts tryggði Chelsea sigur | Leicester endurheimti 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mount skoraði glæsilegt mark gegn Aston Villa.
Mount skoraði glæsilegt mark gegn Aston Villa. vísir/getty
Mason Mount tryggði Chelsea sigur á Aston Villa, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á 48. mínútu tók Mount boltann á lofti inni í vítateig Villa og þrumaði honum upp í þaknetið. Það reyndist sigurmarkið.

Tammy Abraham kom Chelsea yfir á 24. mínútu en Trezeguet jafnaði fyrir Villa fjórum mínútum fyrir hálfleik.

Chelsea er í 4. sæti deildarinnar en Villa í því fimmtánda.

Leicester City endurheimti 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á botnliði Watford. 

Jamie Vardy og James Maddison skoruðu mörk Refanna. Vardy hefur nú skorað í sjö deildarleikjum í röð.

Southampton komst upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Norwich City. Þetta var annar sigur Dýrlinganna í röð. Þeir eru í 17. sæti deildarinanr en Norwich í því nítjánda og næstneðsta.

Danny Ings og Ryan Bertrand skoruðu mörk Southampton en Teemu Pukki mark Norwich.

Þá vann Wolves 2-0 sigur á West Ham United. Þetta var þriðji sigur Úlfanna í síðustu fjórum leikjum. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar. West Ham er í því þrettánda.

Leander Dendoncker og Patrick Cutrone skoruðu mörk Wolves sem hefur ekki tapað deildarleik síðan 14. september.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira