Enski boltinn

Gylfi um Liverpool leikinn í kvöld: Þetta er stór leikur fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðbandið í síðustu leikjum.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðbandið í síðustu leikjum. Getty/Chloe Knott
Gylfi Þór Sigurðsson vill að hann og hinir leikmennirnir í Everton standi þétt við bakið á knattspyrnustjóranum Marco Silva sem hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu og þykir sitja í einu heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi og félagar í Everton liðinu gætu breytt miklu með því að ná góðum úrslitum á móti nágrönnunum í Liverpool en liðin mætast á Anfield í kvöld í Merseyside nágrannaslagnum.

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Everton er aðeins einu sæti og tveimur stigum frá fallsæti eftir tapið á móti Leicester City um síðustu helgi.

Everton komst þá yfir en fékk á sig sigurmark í uppbótatíma.

„Frammistaðan í þeim leik var betri en í leiknum í vikunni á undan (2-0 tap fyrir Everton). Við verðum bara að halda áfram, horfa á myndbönd, standa saman og vera jákvæðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við heimasíðu Everton.

„Það eru margir leikir fram undan þar sem við getum breytt þessu. Það er svekkjandi að fá ekki fleiri stig en í síðustu viku en leikurinn á miðvikudagskvöldið á móti Liverpool verður stór leikur fyrir okkur,“ sagði Gylfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×