Martin talar um fyrirmyndarhlutverkið og alla sjónvarpsþættina í stóru viðtali á heimasíðu Euroleague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 08:30 Martin Hermannsson í leiknum á móti Panathinaikos þar sem hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Getty/Panagiotis Moschandreo Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. Körfubolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Frammistaða íslenska bakvarðarins í vetur í næstbestu deild í heimi, Euroleague, hefur vakið mikla athygli og nú síðast var Martin Hermannsson í stóru einkaviðtali á heimasíðu Euroleague sem er í raun Meistaradeild evrópska körfuboltans. Greinin byrjar á því að greina frá frægð Martins á Íslandi og mikilvægi hans fyrir íslenska körfuboltann en þar segir að hann sé með alla íslensku þjóðina á öxlunum og að það hafi þegar verið gerðir þrír sjónvarpsþættir um körfuboltaævintýri hans erlendis. Martin átti á dögunum fyrsta 20-10 leik Íslendinga í Euroleague þegar hann var með 20 stig og 10 stoðsendingar í sigri á stórliði Panathinaikos úti í Aþenu. Hann er í fimmta sæti í stoðsendingum í Euroleague með 5,6 að meðaltali í tíu leikjum en hann hefur einnig skorað 8,8 stig að meðaltali í leik.Martin Hermannsson: 'Iceland has a bright future in basketball' https://t.co/CrITwTpCNs — Magic Basketball (@trybasketball) December 3, 2019 Höfundur greinarinnar spyr Martin út í alla sjónvarpsþættina. „Í fyrsta skiptið var ég í skóla í Bandaríkjunum [Long Island University] þegar sjónvarpsstöð kom frá Íslandi til að sýna hvernig háskólalífið er í Bandaríkjunum með það markmið að hvetja fleiri til að fara út,“ sagði Martin. „Það býr til drauma fyrir krakka. Ef þú ert frá litlu landi eins og Íslandi þá er það samt möguleiki að spila með þeim bestu í Evrópu,“ segir Martin en heldur svo áfram að rifja upp sjónvarpsþættina sína. „Þegar ég var að spila í Frakklandi þá kom önnur sjónvarpsstöð út til mín til að sýna frá lífi atvinnumanns í körfubolta og svo á síðasta ári var síðan stærsti sjónvarpsþátturinn þegar þeir komu út til mín í ALBA Berlín. Þá voru þeir að gera sjónvarpsþáttaröð með mismunandi atvinnuíþróttamönnum frá Íslandi og það var heiður fyrir mig að vera eini körfuboltamaðurinn í hópnum,“ sagði Martin. „Ég skil það vel af hverju fólk vill sjá hvernig ég bý og hvað ég er að gera af því að fólk á Íslandi veit lítið um atvinnukörfuboltann eða hversu miklir peningar eru inn í myndinni hjá stærstu félögunum. Fólkið á Íslandi heldur að þú getir bara fengið alvöru pening úr atvinnumennsku í fótbolta en það er gaman að geta sýnt það að þú getir einnig haft það gott sem körfuboltamaður,“ segir Martin sem kann vel við sig sem fyrirmynd fyrir íslenskt körfuboltafólk. „Það var alltaf markmiðið hjá mér. Ég vildi alltaf vera sá gæi. Við vorum með Jón Arnór Stefánsson sem spilaði í EuroLeague með Lottomatica Roma og Unicaja Malaga en nú með alla þessa samfélagsmiðla þá er auðveldara að leyfa fólki að fylgjast með og sýna því að þetta sé hægt. Ég er ekki með þennan dæmigerða körfuboltalíkama en ég vildi sýna fólkinu heima á Íslandi að þetta sé hægt. Með mikilli vinnu og einbeitingu þá getur þú afrekað margt,“ sagði Martin. „Hingað til er ég stoltur af sjálfum mér. Ég er nýorðinn 25 ára gamall en ég hef farið tvisvar á EuroBasket, spilaði nærri því 80 landsleiki og er að spila í EuroLeague sem mig hafði alltaf dreymt um. Nú er það undir mér komið að sýna að ég geti spilað á þessu stigi. Ég vil ekki bara vera góður körfuboltamaður heldur einnig góð fyrirmynd utan vallar,“ sagði Martin og bætti við: „Ég vil sýna að ég umhyggjusöm persóna og að ég sé enn bara auðmjúkur strákur frá Íslandi,“ sagði Martin en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
Körfubolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn