Körfubolti

Ís­lands­meistararnir unnu bikarmeistarana í fram­lengingu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tinna Guðrún var stigahæst hjá Haukum í framlengdum leik í Njarðvík. 
Tinna Guðrún var stigahæst hjá Haukum í framlengdum leik í Njarðvík.  Vísir/Jón Gautur

Haukar tryggðu sig áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta með 101-92 sigri á útivelli í framlengdum leik gegn Njarðvík.

Leiknum lauk með 86-86 jafntefli eftir að Pauline Hersler tókst að jafna fyrir Njarðvík og Amandine Toi missti boltann frá sér í lokasókn Hauka.

Í framlengingunni áttu Haukar meiri orku eftir á tanknum og tóku forystuna í fyrstu sókn, sem stækkaði svo þar til leiknum lauk með níu stiga sigri.

Ríkjandi bikarmeistararnir eru þar með dottnir úr leik en Íslandsmeistararnir halda áfram í átta liða úrslitin.

Þóra Kristín Jónsdóttir stýrði leik Hauka af mikilli kostgæfni og gaf heilar 14 stoðsendingar en stigahæst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 29 stig.

Grindavík sigldi örugglega áfram

Grindavík, sem tapaði bikarúrslitaleiknum gegn Njarðvík í fyrra, komst einnig áfram í átta liða úrslit.

Grindvíkingar unnu 94-75 sigur gegn Stjörnunni í leik sem þurfti alls ekki að framlengja.

Hverjum gætu þau mætt?

Ásamt Haukum og Grindavík eru Ármann, Keflavík og Hamar/Þór einnig komin áfram.

Þrír leikir eiga svo eftir að fara fram en þar mætast KR og Snæfell, Aþena og Selfoss, Tindastóll og Þór Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×