Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/vilhelm Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira