Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:34 Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun. Vísir/vilhelm Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31