Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 23:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira