Sjöundi hver landsmaður er innflytjandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 15:43 Beðið eftir strætó. Vísir/vilhelm Innflytjendur á Íslandi voru 50.272 í upphafi árs. Það gerir rúmlega 14 prósent mannfjöldans. Samantekt Hagstofunnar gefur til kynna að innflytjendum hafi fjölgað umtalsvart frá fyrra ári, þegar þeir voru tæplega 44 þúsund talsins eða 13 prósent landsmanna. Fjölgun innflytjenda er enn meiri sé litið lengra aftur, þannig voru þeir 8 prósent landsmanna árið 2012. Í samantekt Hagstofunnar er innflytjandi sagður „einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar og ömmur.“ Þeir sem teljast til innflytjenda af annarri kynslóð eru þau sem fædd eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Í þeim hópi fjölgaði einnig á milli ára, innflytjendur af annarri kynslóð voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 15,6 prósent af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, og eru nú 6,9 prósent mannfjöldans. Það er fólk sem á erlent foreldri eða er fætt erlendis og á foreldra sem fæddir eru hér á landi. Pólverjar eru eftir sem áður fjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og telja þeir rúmlega 38 prósent innflytjenda. Þar á eftir koma einstaklingar frá Litháen, sem eru 5,8 prósent, og frá Filippseyjum, 3,9 prósent. Tveir af hverjum þremur innflytjendum búa á höfuðborgarsvæðinu en hlutfall innflytjenda af mannfjölda var hæst á Suðurnesjum eða 26,6 prósent að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Innflytjendamál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Innflytjendur á Íslandi voru 50.272 í upphafi árs. Það gerir rúmlega 14 prósent mannfjöldans. Samantekt Hagstofunnar gefur til kynna að innflytjendum hafi fjölgað umtalsvart frá fyrra ári, þegar þeir voru tæplega 44 þúsund talsins eða 13 prósent landsmanna. Fjölgun innflytjenda er enn meiri sé litið lengra aftur, þannig voru þeir 8 prósent landsmanna árið 2012. Í samantekt Hagstofunnar er innflytjandi sagður „einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra sem einnig eru fæddir erlendis, svo og báðir afar og ömmur.“ Þeir sem teljast til innflytjenda af annarri kynslóð eru þau sem fædd eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Í þeim hópi fjölgaði einnig á milli ára, innflytjendur af annarri kynslóð voru 4.861 í fyrra en eru nú 5.263. Samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 15,6 prósent af mannfjöldanum og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Einstaklingum með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum, fjölgaði einnig lítillega milli ára, og eru nú 6,9 prósent mannfjöldans. Það er fólk sem á erlent foreldri eða er fætt erlendis og á foreldra sem fæddir eru hér á landi. Pólverjar eru eftir sem áður fjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi og telja þeir rúmlega 38 prósent innflytjenda. Þar á eftir koma einstaklingar frá Litháen, sem eru 5,8 prósent, og frá Filippseyjum, 3,9 prósent. Tveir af hverjum þremur innflytjendum búa á höfuðborgarsvæðinu en hlutfall innflytjenda af mannfjölda var hæst á Suðurnesjum eða 26,6 prósent að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar.
Innflytjendamál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira