Smá basl í byrjun en svo keyrðu stelpurnar hans Þóris yfir þær slóvensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:00 Þórir Hergeirsson teflir fram mjög öflugu liði á HM í Japan. Getty/Baptiste Fernandez Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Japan og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu sextán marka sigur á Slóveníu, 36-20, í öðrum leik sínum en höfðu áður unnið 31 markas stórsigur á Kúbu. Markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin voru lykill að flottum sigri en norska liðið raðaði inn mörkum úr hröðum upphlaupum í þessum leik. Silje Solberg varð mjög vel í markinu og Marit Røsberg Jacobsen raðaði inn hraðaupphlaupsmörkunum. Jacobsen var markahæst með átta mörk en þær Ingvild Kristiansen Bakkerud og Camilla Herrem voru með sex mörk hvor. Solberg var kosin besti leikmaðurinn í leiknum en hún varði 12 skot eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Slóvensku stelpurnar unnu glæsilegan sigur á Hollandi í fyrsta leik og byrjuðu líka mjög vel á móti Noregi í dag. Í upphafi leit allt út fyrir jafnan og spennandi leik. Slóvenar komust í 7-4 og þvinguðu Þóri til að taka leikhlé. Norsku stelpurnar vöknuðu við það og komust einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12. Norska liðið keyrði síðan yfir það slóvenska eftir hálfleiksræðu Selfyssingsins en Noregur vann fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2. Slóvensku stelpurnar brotnuðu endanlega eftir tuttugu mínútna leik og munurinn á liðunum varð á endanum heil sextán mörk. Hollensku stelpurnar unnu fyrr í dag sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær lögðu Angóla en Serbar eru með fullt hús eins og Noregur eftir stórsigur á Kúbu. Í D-riðli, hinum riðlinum sem var spilaður í dag, þá hafa Rússland, Japan og Svíþjóð unnið tvö fyrstu leiki sína án mikillar mótstöðu.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Serbía 27-46 Angóla - Holland 28-35 Slóvenía - Noregur 30-36Stig: Noregur 4, Serbía 4, Slóvenía 2, Holland 2, Angóla 0, Kúba 0.D-riðill Argentína - Rússland 22-35 Austur Kóngó - Japan 16-28 Kína - Svíþjóð 19-32Stig: Rússland 4, Japan 4, Svíþjóð 4, Kína 0, Argentína 0, Austur Kóngó 0. Handbolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Japan og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu sextán marka sigur á Slóveníu, 36-20, í öðrum leik sínum en höfðu áður unnið 31 markas stórsigur á Kúbu. Markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin voru lykill að flottum sigri en norska liðið raðaði inn mörkum úr hröðum upphlaupum í þessum leik. Silje Solberg varð mjög vel í markinu og Marit Røsberg Jacobsen raðaði inn hraðaupphlaupsmörkunum. Jacobsen var markahæst með átta mörk en þær Ingvild Kristiansen Bakkerud og Camilla Herrem voru með sex mörk hvor. Solberg var kosin besti leikmaðurinn í leiknum en hún varði 12 skot eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Slóvensku stelpurnar unnu glæsilegan sigur á Hollandi í fyrsta leik og byrjuðu líka mjög vel á móti Noregi í dag. Í upphafi leit allt út fyrir jafnan og spennandi leik. Slóvenar komust í 7-4 og þvinguðu Þóri til að taka leikhlé. Norsku stelpurnar vöknuðu við það og komust einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12. Norska liðið keyrði síðan yfir það slóvenska eftir hálfleiksræðu Selfyssingsins en Noregur vann fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2. Slóvensku stelpurnar brotnuðu endanlega eftir tuttugu mínútna leik og munurinn á liðunum varð á endanum heil sextán mörk. Hollensku stelpurnar unnu fyrr í dag sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær lögðu Angóla en Serbar eru með fullt hús eins og Noregur eftir stórsigur á Kúbu. Í D-riðli, hinum riðlinum sem var spilaður í dag, þá hafa Rússland, Japan og Svíþjóð unnið tvö fyrstu leiki sína án mikillar mótstöðu.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Serbía 27-46 Angóla - Holland 28-35 Slóvenía - Noregur 30-36Stig: Noregur 4, Serbía 4, Slóvenía 2, Holland 2, Angóla 0, Kúba 0.D-riðill Argentína - Rússland 22-35 Austur Kóngó - Japan 16-28 Kína - Svíþjóð 19-32Stig: Rússland 4, Japan 4, Svíþjóð 4, Kína 0, Argentína 0, Austur Kóngó 0.
Handbolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti