Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 09:43 Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við afar svekkjandi jafntefli í dag. IHF Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta lék í dag sinn annan leik sinn á heimsmeistaramótinu í Póllandi og varð að sætta sig við jafntefli, 35-35, gegn frændum okkar frá Færeyjum. Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon. Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Eftir að Færeyingar höfðu haft yfirhöndina mestallan leikinn tókst íslensku strákunum með mikilli þrautseigju að komast yfir á lokakaflanum. Það var ekki síst vegna algjörs stórleiks Eyjamannsins Elmars Erlingssonar sem endaði á að skora sautján mörk í dag. Þá átti Breki Hrafn Árnason afar mikilvægar markvörslur á lokakaflanum. Íslendingar voru 35-34 yfir og með boltann á lokamínútunni. Þeir reyndu að spila út leiktímann en Birkir Snær Steinsson átti svo skot framhjá þegar um tíu sekúndur voru eftir. Færeyingar geystust fram og braut Össur Haraldsson af sér á miðjunni. Dómararnir sýndu honum rautt spjald og gáfu Færeyingum vítakast, við mikla óánægju Íslendinganna, og úr vítinu skoraði Óli Mittún jöfnunarmarkið. Óli átti stórleik fyrir Færeyjar og skoraði ellefu mörk en þó sex mörkum minna en Elmar. Verða að vinna N-Makedóníu og vona það besta Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið, ekki síst eftir óvænt tap á móti Rúmenum í fyrsta leiknum í gær en Færeyingar höfðu unnið fimm marka sigur gegn Norður-Makedóníu. Tvö lið komast upp úr riðlinum og nú er ljóst að Ísland verður að vinna Norður-Makedóníu í lokaumferðinni á morgun og treysta á að Færeyjar tapi þá gegn Rúmeníu, eða á að Norður-Makedónía vinni Rúmeníu á eftir. Leikur Íslands og Færeyja í dag var í beinni útsendingu sem horfa mátti á hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RiY6w9NOBGY">watch on YouTube</a> Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 - Ísak Steinsson, Drammen 16 - Breki Hrafn Árnason, Fram Aðrir leikmenn: 3 - Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar 5 - Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan 6 - Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur 8 - Andri Fannar Elísson , Haukum 9 - Haukur Ingi Hauksson, HK 10 - Elmar Erlingsson, HSG Nordhorn-Lingen 11 - Birkir Snær Steinsson, Haukum 13 - Eiður Rafn Valsson, Fram 14 - Össur Haraldsson, Haukar 17 - Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar 18 - Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur 19 - Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar 22 - Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV 32 - Bjarki Jóhannsson, Aalborg Handbold Þjálfarar: Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon.
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira