Milos er sagður hafa sest að samningaborðinu en talið er að Mjällby og Milos hafi ekki náð saman um nýjan samning og því skildu leiðir.
Samkvæmt heimildum Kvällsposten er Milos sagður á leiði hjá stórliðinu í Svíþjóð, Malmö FF, en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason.
Malmö er án aðstoðarþjálfara eftir að Andreas Georgsson yfirgaf félagið til þess að ganga í þjálfarateymi Brentford.
Allsvensk storklubb uppges jaga Milos Milojevic: "Jag skulle bli stolt"https://t.co/bpAvViPOyM#allsvenskanpic.twitter.com/wyWJm6pX1W
— Fotbolltransfers.com (@ftransfers) December 1, 2019
„Malmö er stærsta félagið í Svíþjóð og það væri heiður ef ég fengi að vinna þar,“ sagði Milos er hann var spurður út í orðróminn.
„Ef Uwe Rösler vill mig og ef hann héldi að ég gæti hjálpað liðinu að verða betra þá myndi ég taka stoltur við starfinu.“
Milos hafði komið Mjällby upp um tvær deildir á tveimur árum en Malmö endaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir meisturunum í Djurgården.
Þeir leika einnig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og geta komist áfram í 32-liða úrslitin með sigri á FCK í síðasta leik riðilsins.