Auknu fé verði veitt til ríkisstofnana vegna Samherjamálsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2019 19:00 Í gær voru tvö ár liðin frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk hana til sín í Víglínuna, en nú þegar kjörtímabilið er hálfnað hefur einn þingmanna Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Þá var Katrín spurð hvort frumvarp hennar um vernd uppljóstrara nái til Jóhannesar Stefánssonar sem upplýsti um meintar mútur Samherja í Namibíu. Hún segir að viðeigandi stofnunum verði séð fyrir auknu fjármagni til að rannsaka málið. Aðspurð út í hvarf Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki Vinstri grænna sagði Katrín alltaf leiðinlegt þegar leiðir skildu í stjórnmálum, en hún sagði jafnframt að ástæður Andrésar fyrir ákvörðun sinni hafi komið henni nokkuð á óvart. „Hann nefndi í fyrsta lagi loftslagsmálin. Það kom mér nokkuð á óvart, því ef ég ætti að nefna annað mál en stóru vinnumarkaðsmálin, þá eru það loftslagsmálin sem hafa náttúrulega verið í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn allt kjörtímabilið,“ sagði Katrín. Hún segir enga aðra ríkisstjórn hafa sett viðlíka fé og gert sams konar áætlanir í þágu loftslagsmála eins og núverandi ríkisstjórn. „Við erum raunar komin á fulla ferð í orkuskiptum í samgöngum. Það var óskað eftir innleggi frá okkur á loftslagsþingi SÞ til að ræða þann árangur sem hefur náðst hér á landi í kolefnisbindingu, sem er svona hin hliðin á þessum pening, annars vegar erum við að reyna að draga úr losun og hins vegar erum við að reyna að binda kolefnið.“ Katrín kveðst ekki hafa heyrt í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, síðan Andrés sagði skilið við flokkinn. Rósa Björk var, líkt og Andrési, andvíg stjórnarsáttmálanum sem flokkur hennar gerði við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Rósa Björk er nú erlendis í opinberum erindagjörðum, en Katrín segist ekki gera ráð fyrir að hún kjósi að yfirgefa flokkinn líkt og Andrés. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að það séu breytingar fram undan, en auðvitað liggur fyrir að hún og Andrés voru tvö á móti þessum stjórnarsáttmála og stóðu saman í því,“ sagði Katrín.Segir svigrúm til fjárveitinga vegna Samherjamálsins Heimir Már vatt máli sínu því næst að Samherjamálinu, sem hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Bæði hér á landi og utan landsteinanna. Aðspurð sagði Katrín að svigrúm væri til þess að veita Skattrannsóknarstjóra og Héraðssaksóknara aukið fé til rannsóknar málsins. Aukin fjárveiting til embættanna var ekki í fjárlögum næsta árs. „Mér finnst þessi umræða nú öll hin furðulegasta. Við erum auðvitað að vinna innan nýs ramma laga um opinber fjármál, þar sem er viðurkennt að við höfum ákveðið svigrúm til að bregðast við því sem gerist, við séum með áætlanagerð til fimm ára, við séum ekki að bregðast við hlutum með litlum fyrirvara heldur höfum við svigrúm í því sem heitir almennur varasjóður og varasjóður málaflokka,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref „Beiðnin sem er vísað til barst eftir aðra umræðu fjárlaga, þannig að væntanlega verður hún auðvitað tekin til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu og unnið með hana inni í komandi fjármálaáætlun og fjárlögum,“ sagði forsætisráðherra jafnframt og á þar við beiðni Héraðssaksóknara sem hefur óskað eftir að fá að ráða til sín sex starfsmenn til þess að geta rannsakað Samherjamálið. „Skattrannsóknarstjóri sömuleiðis kann að þurfa aukið fé, og við því verður brugðist og orðið. Þessum stofnunum verður tryggt nægjanlegt fjármagn innan þess svigrúms sem þessi lög veita til þess að geta sinnt þessum rannsóknum vel,“ sagði Katrín. Hún segist ekki vera dómbær á hvernig best væri að þessar tvær stofnanir höguðu sínum störfum og rannsóknum, en sagðist engu að síður bera til þeirra fullt traust.Ekki ljóst hvort lög til verndar uppljóstrurum geti virkað afturvirkt Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Katrínar er snýr að verndun uppljóstrara. Hún segist ekki mótfallin því að lögin sem af frumvarpinu myndu leiða myndu verka afturvirkt, en segist ekki viss hvort slíkt sé mögulegt. Hún var sérstaklega spurð hvort frumvarpið myndi ná utan um Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja og uppljóstrara í Samherjamálinu. Frumvarpið sem ég lagði fram í þinginu er auðvitað byggt á vinnu sem þegar hafði verið unnin, og kom fram áður en þetta mál kom fram, og miðast auðvitað ekki við það,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar miðast frumvarpið við vernd uppljóstrara, á opinberum vinnumarkaði jafnt og almennum. Hún segir enga afturvirkni vera skrifaða í frumvarpið. Þingið hafi þó áhuga á að skoða þann möguleika. „Ég kann ekki að útskýra lagatæknina í því, en ef það er hægt gagnvart lagatækninni þá finnst mér ekkert að því, en þingið þarf að skoða það.“ Alþingi Samherjaskjölin Víglínan Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Í gær voru tvö ár liðin frá því ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum Heimir Már Pétursson fréttamaður fékk hana til sín í Víglínuna, en nú þegar kjörtímabilið er hálfnað hefur einn þingmanna Vinstri grænna yfirgefið flokkinn. Þá var Katrín spurð hvort frumvarp hennar um vernd uppljóstrara nái til Jóhannesar Stefánssonar sem upplýsti um meintar mútur Samherja í Namibíu. Hún segir að viðeigandi stofnunum verði séð fyrir auknu fjármagni til að rannsaka málið. Aðspurð út í hvarf Andrésar Inga Jónssonar úr þingflokki Vinstri grænna sagði Katrín alltaf leiðinlegt þegar leiðir skildu í stjórnmálum, en hún sagði jafnframt að ástæður Andrésar fyrir ákvörðun sinni hafi komið henni nokkuð á óvart. „Hann nefndi í fyrsta lagi loftslagsmálin. Það kom mér nokkuð á óvart, því ef ég ætti að nefna annað mál en stóru vinnumarkaðsmálin, þá eru það loftslagsmálin sem hafa náttúrulega verið í forgrunni hjá þessari ríkisstjórn allt kjörtímabilið,“ sagði Katrín. Hún segir enga aðra ríkisstjórn hafa sett viðlíka fé og gert sams konar áætlanir í þágu loftslagsmála eins og núverandi ríkisstjórn. „Við erum raunar komin á fulla ferð í orkuskiptum í samgöngum. Það var óskað eftir innleggi frá okkur á loftslagsþingi SÞ til að ræða þann árangur sem hefur náðst hér á landi í kolefnisbindingu, sem er svona hin hliðin á þessum pening, annars vegar erum við að reyna að draga úr losun og hins vegar erum við að reyna að binda kolefnið.“ Katrín kveðst ekki hafa heyrt í Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, síðan Andrés sagði skilið við flokkinn. Rósa Björk var, líkt og Andrési, andvíg stjórnarsáttmálanum sem flokkur hennar gerði við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Rósa Björk er nú erlendis í opinberum erindagjörðum, en Katrín segist ekki gera ráð fyrir að hún kjósi að yfirgefa flokkinn líkt og Andrés. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að það séu breytingar fram undan, en auðvitað liggur fyrir að hún og Andrés voru tvö á móti þessum stjórnarsáttmála og stóðu saman í því,“ sagði Katrín.Segir svigrúm til fjárveitinga vegna Samherjamálsins Heimir Már vatt máli sínu því næst að Samherjamálinu, sem hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. Bæði hér á landi og utan landsteinanna. Aðspurð sagði Katrín að svigrúm væri til þess að veita Skattrannsóknarstjóra og Héraðssaksóknara aukið fé til rannsóknar málsins. Aukin fjárveiting til embættanna var ekki í fjárlögum næsta árs. „Mér finnst þessi umræða nú öll hin furðulegasta. Við erum auðvitað að vinna innan nýs ramma laga um opinber fjármál, þar sem er viðurkennt að við höfum ákveðið svigrúm til að bregðast við því sem gerist, við séum með áætlanagerð til fimm ára, við séum ekki að bregðast við hlutum með litlum fyrirvara heldur höfum við svigrúm í því sem heitir almennur varasjóður og varasjóður málaflokka,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref „Beiðnin sem er vísað til barst eftir aðra umræðu fjárlaga, þannig að væntanlega verður hún auðvitað tekin til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu og unnið með hana inni í komandi fjármálaáætlun og fjárlögum,“ sagði forsætisráðherra jafnframt og á þar við beiðni Héraðssaksóknara sem hefur óskað eftir að fá að ráða til sín sex starfsmenn til þess að geta rannsakað Samherjamálið. „Skattrannsóknarstjóri sömuleiðis kann að þurfa aukið fé, og við því verður brugðist og orðið. Þessum stofnunum verður tryggt nægjanlegt fjármagn innan þess svigrúms sem þessi lög veita til þess að geta sinnt þessum rannsóknum vel,“ sagði Katrín. Hún segist ekki vera dómbær á hvernig best væri að þessar tvær stofnanir höguðu sínum störfum og rannsóknum, en sagðist engu að síður bera til þeirra fullt traust.Ekki ljóst hvort lög til verndar uppljóstrurum geti virkað afturvirkt Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp Katrínar er snýr að verndun uppljóstrara. Hún segist ekki mótfallin því að lögin sem af frumvarpinu myndu leiða myndu verka afturvirkt, en segist ekki viss hvort slíkt sé mögulegt. Hún var sérstaklega spurð hvort frumvarpið myndi ná utan um Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann Samherja og uppljóstrara í Samherjamálinu. Frumvarpið sem ég lagði fram í þinginu er auðvitað byggt á vinnu sem þegar hafði verið unnin, og kom fram áður en þetta mál kom fram, og miðast auðvitað ekki við það,“ sagði Katrín. Að sögn Katrínar miðast frumvarpið við vernd uppljóstrara, á opinberum vinnumarkaði jafnt og almennum. Hún segir enga afturvirkni vera skrifaða í frumvarpið. Þingið hafi þó áhuga á að skoða þann möguleika. „Ég kann ekki að útskýra lagatæknina í því, en ef það er hægt gagnvart lagatækninni þá finnst mér ekkert að því, en þingið þarf að skoða það.“
Alþingi Samherjaskjölin Víglínan Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira