Leyfa sölu áfengis í gegnum vefverslun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 14:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Tvær undanþágur á einokun ÁTVR koma fram í frumvarpi sem áformað er að leggja fram til breytinga á áfengislögum. Að heimila innlenda vefverslun með áfengi og að framleiðendur áfengis fái að selja það beint til neytenda. Á grundvelli áfengislaga um verslun með áfengi og tóbak hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einokun á smásölu áfengis til neytenda. Árið 1995 var einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til innflutnings á áfengi afnuminn og almenningi gert kleift að flytja áfengi til landsins, þó ekki til smásölu. Í lögunum er þó ekki kveðið á um að leyfi þurfi svo að almenningur geti flutt áfengi til landsins til einkaneyslu. Hefur þetta leitt til þess að almenningur hefur um áratugaskeið getað keypt sér áfengi í erlendum verslunum, t.d. í gegnum netið og látið senda heim að dyrum á Íslandi, að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum. Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er opið til umsagna í samráðsgátt er ráðgert að heimila innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Þannig sé sívaxandi kröfum neytenda mætt um aukið valfrelsi. Einnig sé með þeim hætti staða innlendrar verslunar jöfnuð við þá erlendu og er þar vísað til jafnræðis, enda sé innlendri verslun mismunað þegar neytendur geta pantað áfengi af erlendum vefsíðum. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í smásölu til neytenda. Þar er verið að mæta kröfum minni áfengisframleiðenda og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þannig geti áfengisframleiðandi selt eigin framleiðslu á framleiðslustaðnum. Það tíðkist í nágrannalöndum okkar þar sem smásala á handverksáfengi er algeng til dæmis í ferðaþjónustu. Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Tvær undanþágur á einokun ÁTVR koma fram í frumvarpi sem áformað er að leggja fram til breytinga á áfengislögum. Að heimila innlenda vefverslun með áfengi og að framleiðendur áfengis fái að selja það beint til neytenda. Á grundvelli áfengislaga um verslun með áfengi og tóbak hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einokun á smásölu áfengis til neytenda. Árið 1995 var einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til innflutnings á áfengi afnuminn og almenningi gert kleift að flytja áfengi til landsins, þó ekki til smásölu. Í lögunum er þó ekki kveðið á um að leyfi þurfi svo að almenningur geti flutt áfengi til landsins til einkaneyslu. Hefur þetta leitt til þess að almenningur hefur um áratugaskeið getað keypt sér áfengi í erlendum verslunum, t.d. í gegnum netið og látið senda heim að dyrum á Íslandi, að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum. Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er opið til umsagna í samráðsgátt er ráðgert að heimila innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Þannig sé sívaxandi kröfum neytenda mætt um aukið valfrelsi. Einnig sé með þeim hætti staða innlendrar verslunar jöfnuð við þá erlendu og er þar vísað til jafnræðis, enda sé innlendri verslun mismunað þegar neytendur geta pantað áfengi af erlendum vefsíðum. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í smásölu til neytenda. Þar er verið að mæta kröfum minni áfengisframleiðenda og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þannig geti áfengisframleiðandi selt eigin framleiðslu á framleiðslustaðnum. Það tíðkist í nágrannalöndum okkar þar sem smásala á handverksáfengi er algeng til dæmis í ferðaþjónustu.
Áfengi og tóbak Verslun Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira