Enski boltinn

Watford rekur annan stjórann á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Flores var aðeins 85 daga við stjórnvölinn hjá Watford.
Flores var aðeins 85 daga við stjórnvölinn hjá Watford. vísir/getty
Eins og búist var við hefur Watford rekið Quique Sánchez Flores úr starfi knattspyrnustjóra liðsins.

Flores tók við Watford 7. september og entist því aðeins tæpa þrjá mánuði hjá félaginu. Hann stýrði Watford í tíu deildarleikjum en aðeins einn þeirra vannst.



Spánverjinn er annar stjórinn sem Watford rekur á tímabilinu en Javi Gracia var látinn taka pokann sinn í byrjun september. Watford er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir 14 leiki.

Flores er annar stjórinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu þremur dögum sem missir starfir sitt. Unai Emery var rekinn sem stjóri Arsenal á föstudaginn.

Watford hefur verið duglegt að skipta um stjóra á síðustu árum. Frá 2013 hefur Watford haft sjö stjóra auk tveggja sem tóku við liðinu til bráðabirgða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×