Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2019 19:00 Trump forseti á fjöldafundi í Michigan í nótt. Vísir/AP Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira