Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2019 19:00 Trump forseti á fjöldafundi í Michigan í nótt. Vísir/AP Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira