Laugardalshöllin okkar næstelst allra hallanna í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:30 Íslensku handboltastrákarnir fagna með stuðningsmönnum í Laugardalshöllinni. Vísir/Vilhelm Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan. EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Laugardalshöllin er orðin mjög gömul og allir sammála um að handbolta- og körfuboltalandsliðin þurfi nýja íþróttahöll. Höllin okkar kemur ekki vel út þegar skoðaður er aldur allra íþróttahallanna þar sem leikir voru spilaðir í undankeppni síðustu EM í handbolta. Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM 2020 síðasta sumar og verður með á Evrópumótinu í janúar. Á Twitter-síðunni Höllin er úrelt, sem berst fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar, er bent á athyglisverða staðreynd hvað varðar síðustu undankeppni EM í handbolta. Tölfræðin yfir aldur keppnishalla, sem hýstu leikina í undankeppninni, kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. Laugardalshöllin er 54 ára gömul og næstelst allra hallanna í undankeppni EM eins og sjá má hér fyrir neðan. EM í handbolta fer fram í næsta mánuði. Gerði til gamans smá samantekt um aldur keppnishalla sem hýstu leikina í undankeppninni. Kemur ekki vel út fyrir okkur Íslendinga. #HSI_Iceland#handbolti#olísdeildin#seinnibylgjanpic.twitter.com/hZQWPR7lg2— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) December 18, 2019 Laugardalshöllin er byggð árið 1965 en 58 prósent leikjanna í þessari undankeppni EM 2020 fóru fram í íþróttahöllum sem voru reistar eftir síðustu aldarmót. Eistland var eina þjóðin sem lék að meðaltali í eldri keppnishöllum en við Íslendingar en það var þó ekki vegna þess að þeir eigi ekki nýrri þjóðarhöll. Eistar eiga tiltölulega nýja og glæsilega þjóðarhöll í Riga, sem körfubolta- og íshokkílandsliðin nota. Handboltinn er einfaldlega ekki nógu hátt skrifaður fyrir hana. Í þessum tölum á twitter síðunni „Höllin er úrelt“ er verið að reikna út meðaldur í mörgum tilvikum þar sem þó nokkrar þjóðir léku ýmist í tveimur eða þremur keppnishöllum. Í riðlakeppninni lék íslenska landsliðið útileiki í Norður Makaedóníu, Grikklandi og Tyrklandi. Höllin í Tyrklandi var opnuð árið 2012, höllin í Norður Makedóníu var opnuð árið 2008 og höllin í Grikklandi var sú yngsta því hún var opnuð fyrir aðeins fimm árum síðan.
EM 2020 í handbolta Reykjavík Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira