Óska þess að sonurinn fái nýtt hjarta í jólagjöf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2019 19:15 Barth er hjartavöðvasjúkdómur en honum fylgja hjartakvillar, skertur vöxtur, skortur á þoli og lélegt ónæmiskerfi. Í verstu tilfellunum geta börn dáið vegna hjartabilunar og alvarlegra sýkinga. Aðsend - Jan Ainali/CC BY-SA 3.0 Tveggja ára íslenskur strákur, sem er með mjög sjaldgæfan hjartasjúkdóm, berst nú fyrir lífi sínu á barnaspítala í Svíþjóð en til þess að lifa af þarf hann nýtt hjarta. Hjartað þarf að vera úr öðru barni sem foreldrunum finnst erfið tilhugsun. Þau óska þess að drengurinn þeirra fái nýtt hjarta í jólagjöf. Rúnar Árni Ólafsson fæddist með Barth heilkenni sem er afar sjaldgjæfur arfgengur sjúkdómur. Aðeins tvö hunduð manns í heiminum eru með sjúkdóminn og er Rúnar eini Íslendingurinn sem greinst hefur með hann. Barth er hjartavöðvasjúkdómur en honum fylgja hjartakvillar, skertur vöxtur, skortur á þoli og lélegt ónæmiskerfi. Í verstu tilfellunum geta börn dáið vegna hjartabilunar og alvarlegra sýkinga. Í sjúkraflug um miðja nótt Rúnar var greindur þriggja mánaða og var alltaf undir miklu eftirliti á barnaspítalanum. Móðir hans og amma eru arfberar án þess að vita það en sjúkdómurinn leggst einungis á karlmenn. Fyrir þremur mánuðum fór hjarta Rúnars að gefa sig og fjölskyldan send um miðja nótt með sjúkraflugi til Gautaborgar. „Hjartað var nánast hætt að virka hjá honum. Við greindum varla hreyfingu þannig við hefðum ekki mátt koma seinna hingað út,“ segir Ólafur Ólafsson, faðir Rúnars. „Við komum bara hingað og hann fór bara beint í meðhöndlun hér hjá læknum. Fékk dren í líkamann hjá sér og svo fékk hann vélar í hjartað til að hjálpa honum að láta það slá,“ segir Vigdís Björk Ásgeirsdóttir, móðir hans.Níu aðgerðir og heilablóðfall Í ljós kom að til að lifa af þarf Rúnar nýtt hjarta. Hann hefur verið á líffæragjafalista en vegna bakslaga verið tekinn af honum. Rúnar hefur farið í níu aðgerðir frá því hann kom til Svíþjóðar fyrir þremur mánuðum. Hann fékk sýkingu í þarmana og hefur farið í níu aðgerðir í Svíþjóð og því ekki í standi til að taka við líffæri. Þá fékk hann heilablóðfall í byrjun desember. „Hann er samt alveg að koma til baka og þeir telja að þetta gangi alveg til baka,“ segir Vigdís og bætir við að í dag sé Rúnar í besta standi sem hann hefur verið í síðustu mánuði. Fjölskyldan bíður nú í örvæntingu eftir hjarta. „Það var búið að segja við okur að við gætum beðið í einn dag eða eitt ár. Við verðum bara að vona ef það kemur hjarta frá Íslandi eða Svíþjóð þá eigi hann mikla möguleika,“ segir Vigdís. Þarf fljótlega hjarta úr öðru barniRúnar er í forgangi á að fá hjarta ef það kemur frá Svíþjóð og Íslandi. Tíminn er þó naumur þar sem Rúnar getur líklega ekki lifað í marga mánuði án þess að fá hjarta. Hjartað þarf að vera út barni. „Það má ekki vera meira en 20 kíló barnið,“ segir Vigdís. Til að Rúnar fái hjarta þarf því annað barn á deyja og segjast Ólafur og Vigdís reyna að hugsa sem minnst um það. Það er oftast stutt í gleðina hjá Rúnari að sögn foreldra hans. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu að barnið okkar sé eiginlega að fara og ég vildi ekki óska neinum að upplifa það. Við gætum ekki hugsað svoleiðis. Við hugsum bara um drenginn okkar, við getum ekkert annað,“ segir Ólafur. Jólin í ár á gjörgæslu í Svíþjóð Þau munu eyða jólunum á gjörgæsludeildinni þar sem þau segjast vera í góðum höndum. Rúnari líði nokkuð vel og elski jólasveinana. Óskin er að Rúnar fái nýtt hjarta í jólagjöf. „Það er ekkert annað sem er hægt að gera, hann verður bara að fá hjarta. Það er bara biðin nuna,“ segir Ólafur. Þau vilja minna á hvað líffæragjöf er mikilvæg. „Við vonum að fólk hugsi hvað það er að gera gott ef það gefur líffæri,“ segir Vigdís. Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Tveggja ára íslenskur strákur, sem er með mjög sjaldgæfan hjartasjúkdóm, berst nú fyrir lífi sínu á barnaspítala í Svíþjóð en til þess að lifa af þarf hann nýtt hjarta. Hjartað þarf að vera úr öðru barni sem foreldrunum finnst erfið tilhugsun. Þau óska þess að drengurinn þeirra fái nýtt hjarta í jólagjöf. Rúnar Árni Ólafsson fæddist með Barth heilkenni sem er afar sjaldgjæfur arfgengur sjúkdómur. Aðeins tvö hunduð manns í heiminum eru með sjúkdóminn og er Rúnar eini Íslendingurinn sem greinst hefur með hann. Barth er hjartavöðvasjúkdómur en honum fylgja hjartakvillar, skertur vöxtur, skortur á þoli og lélegt ónæmiskerfi. Í verstu tilfellunum geta börn dáið vegna hjartabilunar og alvarlegra sýkinga. Í sjúkraflug um miðja nótt Rúnar var greindur þriggja mánaða og var alltaf undir miklu eftirliti á barnaspítalanum. Móðir hans og amma eru arfberar án þess að vita það en sjúkdómurinn leggst einungis á karlmenn. Fyrir þremur mánuðum fór hjarta Rúnars að gefa sig og fjölskyldan send um miðja nótt með sjúkraflugi til Gautaborgar. „Hjartað var nánast hætt að virka hjá honum. Við greindum varla hreyfingu þannig við hefðum ekki mátt koma seinna hingað út,“ segir Ólafur Ólafsson, faðir Rúnars. „Við komum bara hingað og hann fór bara beint í meðhöndlun hér hjá læknum. Fékk dren í líkamann hjá sér og svo fékk hann vélar í hjartað til að hjálpa honum að láta það slá,“ segir Vigdís Björk Ásgeirsdóttir, móðir hans.Níu aðgerðir og heilablóðfall Í ljós kom að til að lifa af þarf Rúnar nýtt hjarta. Hann hefur verið á líffæragjafalista en vegna bakslaga verið tekinn af honum. Rúnar hefur farið í níu aðgerðir frá því hann kom til Svíþjóðar fyrir þremur mánuðum. Hann fékk sýkingu í þarmana og hefur farið í níu aðgerðir í Svíþjóð og því ekki í standi til að taka við líffæri. Þá fékk hann heilablóðfall í byrjun desember. „Hann er samt alveg að koma til baka og þeir telja að þetta gangi alveg til baka,“ segir Vigdís og bætir við að í dag sé Rúnar í besta standi sem hann hefur verið í síðustu mánuði. Fjölskyldan bíður nú í örvæntingu eftir hjarta. „Það var búið að segja við okur að við gætum beðið í einn dag eða eitt ár. Við verðum bara að vona ef það kemur hjarta frá Íslandi eða Svíþjóð þá eigi hann mikla möguleika,“ segir Vigdís. Þarf fljótlega hjarta úr öðru barniRúnar er í forgangi á að fá hjarta ef það kemur frá Svíþjóð og Íslandi. Tíminn er þó naumur þar sem Rúnar getur líklega ekki lifað í marga mánuði án þess að fá hjarta. Hjartað þarf að vera út barni. „Það má ekki vera meira en 20 kíló barnið,“ segir Vigdís. Til að Rúnar fái hjarta þarf því annað barn á deyja og segjast Ólafur og Vigdís reyna að hugsa sem minnst um það. Það er oftast stutt í gleðina hjá Rúnari að sögn foreldra hans. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu að barnið okkar sé eiginlega að fara og ég vildi ekki óska neinum að upplifa það. Við gætum ekki hugsað svoleiðis. Við hugsum bara um drenginn okkar, við getum ekkert annað,“ segir Ólafur. Jólin í ár á gjörgæslu í Svíþjóð Þau munu eyða jólunum á gjörgæsludeildinni þar sem þau segjast vera í góðum höndum. Rúnari líði nokkuð vel og elski jólasveinana. Óskin er að Rúnar fái nýtt hjarta í jólagjöf. „Það er ekkert annað sem er hægt að gera, hann verður bara að fá hjarta. Það er bara biðin nuna,“ segir Ólafur. Þau vilja minna á hvað líffæragjöf er mikilvæg. „Við vonum að fólk hugsi hvað það er að gera gott ef það gefur líffæri,“ segir Vigdís.
Heilbrigðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira