Helsti talsmaður rafretta hér á landi hlýtur dóm fyrir skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 16:16 Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir telur rafrettur byltingarkennt tækifæri til að útrýma tóbaksreykingum og bjarga þannig mannslífum. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, heimilislæknir sem verið hefur helsti talsmaður rafretta hér á landi undanfarin ár, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Var hann annars vegar ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á einkahlutafélagi sem hann var í forsvari fyrir sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Kom hann sér undan greiðslu tekjuskatts samtals að fjárhæð rúmlega tólf milljónum króna með broti sínu. Hann var hins vegar ákærður fyrir að hafa vanrækt að standa skil á skattframtölum sínum á lögmæltum tíma sömu ár og þannig ekki greitt tekjuskatt og útsvar á tveggja ára tímabili sem nam tæplega fimm milljónum króna. Við meðferð málsins dró héraðssaksóknari síðari ákæruna til baka og í framhaldi af því játaði Guðmundur Karl brotið í fyrri lið ákærunnar. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að Guðmundur Karl játaði skýlaust sök og leitaðist við að upplýsa málið við rannsókn þess. Brot hans þykja þó meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga. Í samræmi við dómaframkvæmd var þreföld sú fjárhæð sem vangoldin var ákveðin sem refsing, eða rúmlega 37 milljónir króna. Guðmundur Karl þarf að greiða upphæðina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir króna í sakarkostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Rafrettur Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sjá meira