Drew Brees vann kapphlaupið við Brady og bætti eftirsótt met Manning í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 16:30 Þetta var einstaklega gott kvöld fyrir Drew Brees Getty/Jonathan Bachman Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill. NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill.
NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira