Kántrístjarna klifraði upp snarbratta hlíð vegna ótta við að verða gómaður á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 21:14 Kip Moore er mikil kántrístjarna. Vísir/Getty Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð til þess að að verða ekki gómaðir af nokkrum „landvörðum“ sem biðu eftir þeim.Moore var gestur viðtalsþáttarins The Ty Bentli Show þar sem hann var spurður að því hvað væri það hættulegasta sem hann hafi lent í á ferðalögum sínum, en Moore er víðförull ferðalangur.„Við vorum á Íslandi. Lengst út í buska,“ svaraði Moore um hæl. Lýsti hann því hvernig hann og ferðafélagi hans hafi verið upp á fjalli og komið auga á ólýsanlega fallegan dal sem þeir hafi „þurft að skoða“.Þegar þeir voru komnir af fjallinu og niður í dalinn ráku þeir auga á skilti sem gaf til kynna með skýrum stöfum að þarna ættu þeir ekki að vea.Engu að síður héldu þeir félagar af stað inn dalinn á fæti.„Það eru þarna ótrúlegir fossar. Þetta var klikkað,“ sagði Moore en hann og félagi hans voru á ferð um landið í febrúar og mars árið 2017. Þegar þeir héldu til baka og voru um 200 metra frá því þar sem þeir lögðu af stað beið þeirra hópur „landvarða,“ líkt Moore komst að orði. Voru þeir rauðklæddir og því líklegt að um björgunarsveitarmenn hafi verið að ræða.„Þeir standa með krosslagðar hendur og eru að bíða eftir okkur,“ sagði Moore. Óttaðist fangelsi eða háa sekt Fylltust Moore og félagi hans hræðslu vegna þess að þeir höfðu séð skiltið áður en þeir lögðu af stað. „Ég veit ekki hvað beið okkar, hvort við færum að fara í fangelsi eða hversu há sektin var,“ sagði Moore. Ákvaðu þeir því að labba til baka og sjá hvort önnur leið væri úr dalnum sem var umkringdur þverhníptum fjöllum að sögn Moore. Komu þeir þó auga á ein hlíð sem mögulega væri hægt að klífa en bæði Moore og félagar hans eru vanir klifrarar. Þurftu þeir að vaða ánna sem rennur í gegnum dalinn til að komast að hlíðinni og lýsir Moore því hvernig þeir hafi afklæðst og haldið fötunum yfir höfðum sínum á meðan þeir óðu ískalda ánna. Því næst þurftu þeir að klifra upp hlíðina og lýsir Moore því sem mikilli svaðilför sem hafi þó að lokum tekist. Þurftu þeir því ekki að horfast í augu við þá sem biðu eftir þeim í dalnum. Sögustund Moore má horfa á hér í myndbandinu að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Tengdar fréttir Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Beyoncé með flestar tilnefningar til Grammy Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri. 6. desember 2016 15:00