„Ég svara því bara fullum hálsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:39 Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar vísar á bug ásökunum um að hafa rofið trúnað um umfjöllun málsins í nefndinni. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, samþykktu fyrr í þessum mánuði tillögu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, formanns stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja. Sjá einnig: Saka hvort annað um að misskilja málið Skömmu síðar lagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður nefndarinnar, fram bókun þar sem segir að Guðmundur Andri hafi fjallað opinberlega um efni fundarins, sem feli í sér skýrt brot á þingskaparlögum. Harmar Líneik í bókun sinni að þingmaðurinn hafi rofið trúnað en því vísar Guðmundur Andri á bug. „Ég svara því bara fullum hálsi og neita því að ég hafi gert það. Ég sagði frá fundi og sagði frá þeirri afstöðu sem að fundarmenn hefðu haft en ég var ekki að rekja einstök orðaskipti og ég var ekkert að bera á torg neinar viðkvæmar upplýsingar. Þannig að ég er ekki sammála því, “ segir Guðmundur Andri. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í dag, þegar henni gefst færi á að funda milli anna í þinginu. „Þá munum við væntanlega setja niður fyrir okkur spurningar sem að við leggjum fyrir ráðuneytið í þessari rannsókn,“ segir Guðmundur Andri. Formaður nefndarinnar „hrapi að ályktunum“ Á sama fundi og Líneik lagði fram bókun um meintan trúnaðarbrest Guðmundar Andra, sem fór fram þann 9. desember, lagði hún fram aðra bókun þar sem hún lýsir áhyggjum af framferði Þórhildar Sunnu, formanns nefndarinnar, vegna málsins. „Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ segir meðal annars í bókun Líneikur.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00 Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Útilokar ekki frumkvæðisrannsókn Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar útilokar ekki að ráðist verði í frumkvæðisrannsókn á hugsanlegu vanhæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 19:00
Saka hvort annað um að misskilja málið Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. 8. desember 2019 18:11