Enski boltinn

Sektaður um 1,7 milljónir fyrir að drekka bjór hjá áhorfenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Peters er frábær leikmaður en hefði getað sparað sér pening með því að sleppa þessum stælum.
Marcus Peters er frábær leikmaður en hefði getað sparað sér pening með því að sleppa þessum stælum. Getty/Timothy T Ludwig

Það getur verið mjög dýrt fyrir NFL-leikmenn að fá sér sopa í miðjum leik og það sannaðist best í tilfelli Marcus Peters.

Marcus Peters er varnarmaður Baltimore Ravens liðsins sem hefur unnið tíu leiki í röð í NFL-deildinni. Liðið vann mikilvægan 24-17 sigur á Buffalo Bills þar síðasta sunnudag.



Marcus Peters átti mikinn þátt í að innsigla sigurinn þegar hann kom í veg fyrir heppnaða sendingu hjá leikstjórnanda Buffalo Bills þegar ekkert nema heppnuð sending gat bjargað Bills liðinu.  

Marcus Peters var að vonum kátur enda sigurinn í höfn. Hann fagnaði hins vegar óviðeignandi hátt að mati forystumanna NFL-deildarinnar.

Marcus Peters fékk rétt rúmlega fjórtán þúsund dollara sekt hjá NFL af því að hann hoppaði hinn í hóp stuðningsmanna Ravens liðsins og fékk sér vænan bjórsopa hjá þeim.

Fjórtán þúsund dollarar gera um 1,7 milljónir íslenskra króna og þetta var því mjög dýr bjórsopi hjá Peters.

Marcus Peters kom til Baltimore Ravens liðsins frá Los Angeles Rams í október og hefur hjálpað liðinu að verða eitt það allra besta í NFL-deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×