Ejub flutti frá Reykjavík til Ólafsvíkur vegna spilafíknar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 08:00 Ejub kom fyrst hingað til lands 1992 og hefur verið hér síðan þá. vísir/bára Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub Pepsi Max-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira