Innlent

Segja veðjað fyrir allt að hundrað milljónir á leik ÍR og Tindastóls

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr leik hjá Tindastóli í vetur.
Úr leik hjá Tindastóli í vetur. VÍSIR/DANÍEL ÞÓR

Talið er að veðjað hafi verið fyrir allt að hundrað milljónir króna á tap Tindastóls gegn ÍR á fimmtudaginn. Það er mun meira en gerist á stærstu leikjunum hér á landi. Íslenskar getraunir hafa beðið alþjóðlega fyrirtækið GLMS, sem hefur aðgang að upplýsingum frá veðmála- og getraunafyrirtækjum og sérhæfir sig í að rannsaka veðmálasvindl, hvort veðmál tengd leiknum hafi verið óeðlilega mikið.

Þetta kemur fram í frétt á vef Fréttablaðsins. Miðillinn hefur einnig heimildir fyrir því að margar ip-tölur sem komu að veðmálunum megi rekja til Austur-Evrópu.



Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í gær að sambandið sem með til skoðunar hvort svindl hafi átt sér stað. Þá var útlit fyrir að einhverjir leikmenn Tindastóls lágu undir grun vegna málsins.



Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi út yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að málið væri litið alvarlegum augum og að félagið myndi aðstoða KKÍ á allan hátt. Hins vegar trúi stjórnin ekki að leikmaður Tindastóls „hafi á nokkurn hátt tekið þátt í nokkurs konar svindli“.



Samkvæmt fréttablaðinu telja starfsmenn Íslenskra getrauna að niðurstöður varðandi það hvort óeðlilegum upphæðum hafi verið veðjað á leikinn muni berast á morgun eða á mánudaginn. Einn starfsmaður fyrirtækisins telur þó ólíklegt að upphæðirnar hlaupi á tugum milljóna króna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×