Lífið

Stjörnum prýtt partí hjá Aroni og Kristbjörgu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör í gærkvöldi
Mikið fjör í gærkvöldi Myndir/Anna Margrét Árnadóttir

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og athafnarkonan Kristbjörg Jónasdóttir blésu til heljarinnar kynningarpartýs í gær í tilefni afhjúpunar AK Pure Skin húðvörulínunnar, sem þau hjónin hafa unnið að síðustu þrjú árin.

Margt var um manninn og stemningin gríðarlega góð en partýið var haldið í einum flottasta sal landsins um þessar mundir, Sjálandssalnum í Garðabæ, nýjustu viðbótinni í flóru glæsilegra veitingastaða í Garðabæ sem opnaður verður á næsta ári. 

Fjölmargir félagar Arons úr fótboltanum létu sjá sig og sömuleiðis helsta heilsu- og líkamsræktarfólk landsins í bland við rithöfunda, rappara og vitaskuld fjölskyldu og vini þeirra Arons og Kristbjargar.

„Gestirnir tóku forskot á sæluna og prófuðu vörurnar sem samanstanda af líkamsskrúbb, andlitsgelmaska, andlitsgelskrúbb og andlitsbrúnkuvatni og við erum himinlifandi með viðbrögðin. Húðvörulínan er 100% þróuð og framleidd á Íslandi og ekki skemmir fyrir að hún er fyrir bæði kyn,“ segir Kristbjörg.

„Íslenska vatnið er í aðalhlutverki í vörunum og lögð er höfuðáhersla á hreineika innihaldsefnanna. Við fórum svo eldnsnemma á flakkið í morgun með vörurnar í verslanir,” segir Kristbjörg, sem hefur í nógu að snúast áður en hún heldur aftur utan til Katar þar sem fjölskyldan er búsett. 

Anna Margrét Árnadóttir tók allar myndir sem fylgja fréttinni.

Aron Einar og Kristbjörg með Tristani og Óliveri.
Mikil og góð fjölskyldustemning.
Stefán Michael, einkaþjálfari, með þremur úr rappsenunni. KÁ-AKÁ, Emmsjé Gauta og Þorsteinn Lár Ragnarson sem var í XXX Rottweilerhundum.
Sigurjón Jónsson og Tinna Hemstock
Þorgrímur Þráinsson og Ragnhildur Eiríksdóttir.
Erpur lét sig ekki vanta.
Kristbjörg var glæsilega í teitinu.
Björn Bragi, Friðrik Dór og Aron Einar.
Hjónin Gunnleifur Gunnleifsson og Hildur Einarsdóttir.
Gulli og Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson og Stebba Sigurðardóttir.
Kári Árnason og Hjördís Perla Rafnsdóttir mættu að sjálfsögðu.
Aron Einar og Jói Fel.
Erpur og Þorgrímur Þráinsson á léttu spjalli.
Björn Bragi Arnarson og Sigurjón Jónsson
Aron og Kristbjörg héldu fína ræðu.
Ólafur Ingi Skúlason mætti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.