Aðventumolar Árna í Árdal: Karamella Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2019 09:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Karamella er uppskrift dagsins. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Karamella - Aðventumolar Árna í Árdal Það er einn réttur sem marga kvíðir að gera um jólin og allir eru með skoðun á því hvernig best er að laga, en það eru brúnaðar kartöflur. Sjálfur hef ég let í því korter í mat á aðfangadag að karamellan kristallast og hleypur í kekki, eitthvað sem enginn vill lenda í. Það sem ég geri núna, hins vegar, er að laga karamelluna nokkrum dögum áður og þónokkru magni því ég get nýtt hana á ýmsa vegu yfir hátíðirnar. Ekki sleppa vínsteininum (e. cream of tartar) í karamellugrunninum því hann kemur í veg fyrir karamellan kristallist. Innihald Karamellugrunnur 400 grömm sykur 200 millilítrar vatn ¼ teskeið vínsteinn Karamellusósa 1 karamellugrunnur 250 millilítrar rjómi ½ teskeið salt 1 teskeið vanillufræ eða dropar 50 millilítrar bourbon (má sleppa) Brúnaðar kartöflur 100 grömm karamellugrunnur 30 grömm smjör 1 kíló kaldar skrældar forsoðnar kartöflur Piparkökukaramellupopp 3 lítrar popp (um 100 gröm af poppmaís) 300 grömm karamellugrunnur 100 grömm smjör 1 teskeið malaður kanill 1 teskeið malað engifer ¼ teskeið malaðir negulnaglar ½ teskeið salt ½ teskeið matarsódi Tvær lúkur af góðum piparkökum Leiðbeiningar Karamellugrunnur - Blandið saman sykri, 100 millilítrum og vínsteini í þykkbotna potti. Hitið sykursírópið yfir háu hita þar til það byrjar að dökkna. Lækkið þá undir pottinum niður í miðlungshita. Notið hitamæli til að mæla karamelluna af og til. Takið pottinn af hellunni þegar karamellan nær 170°C og hellið afganginum af vatninu út í. Passið ykkur því karamellan freyðir illilega þegar vatnið fer út í. Hrærið í karamellunni og hellið henni síðan í stóra krukku og setjið lok á. Karamellusósa - Hitið karamellugrunninn í miðlungsstórum þykkbotna potti yfir miðlungshita þar til hann hefur náð 180°C. Takið pottinn af hitanum og bætið rjómanum út í og hrærið þar til hættir að freyða. Bæti við salti, vanillufræjum og bourbon og hrærið vel. Látið sósuna kólna ögn áður en hún er borin fram en ef á að geyma hana þá er hún sett beint á krukku. Brúnaðar kartöflur - Hitið karamellugrunninn á stórri pönnu yfir miðlungsháum hita þar til hann er orðinn dökkgullinn. Bræðið smjörið þá í karamellunni og bætið köldum kartöflunum saman við. Veltið kartöflunum um í karamellunni í um 10 mínútur eða þar til þær eru heitar í gegn. Berið strax fram. Karamellupopp - Smyrjið stóra hitaþolna skál og stóra ofnplötu með olíu. Setjið poppið í skálina. Hitið karamellugrunninn í miðlungsstórum þykkbotna potti yfir miðlungshita þar til hann hefur náð 180°C. Takið pottinn af hitanum og bætið við smjöri, kanil, engiferi, negul, salti og matarsóda en þá byrjar blandað freyða nokkuð vel. Hrærið rösklega í pottinum og hellið síðan heitri karamellunni í skálina með poppinu. Hrærið snögglega og rösklega í poppinu og passið ykkur á því að karamellan er sjóðheit og skálin gæti verið það líka! Hellið poppinu á bökunarplötuna og dreifið úr því. Myljið piparkökurnar yfir poppið og látið það kólna í um 15 mínútur áður en það brotið í sundur. Geymið í loftþéttu í láti. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Jólakokteillinn Tommi og Jenni Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 11. desember 2019 09:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Súkkulaðitrufflur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 12. desember 2019 09:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Skákkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá Aðventumolum Árna í Árdal sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Karamella er uppskrift dagsins. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Karamella - Aðventumolar Árna í Árdal Það er einn réttur sem marga kvíðir að gera um jólin og allir eru með skoðun á því hvernig best er að laga, en það eru brúnaðar kartöflur. Sjálfur hef ég let í því korter í mat á aðfangadag að karamellan kristallast og hleypur í kekki, eitthvað sem enginn vill lenda í. Það sem ég geri núna, hins vegar, er að laga karamelluna nokkrum dögum áður og þónokkru magni því ég get nýtt hana á ýmsa vegu yfir hátíðirnar. Ekki sleppa vínsteininum (e. cream of tartar) í karamellugrunninum því hann kemur í veg fyrir karamellan kristallist. Innihald Karamellugrunnur 400 grömm sykur 200 millilítrar vatn ¼ teskeið vínsteinn Karamellusósa 1 karamellugrunnur 250 millilítrar rjómi ½ teskeið salt 1 teskeið vanillufræ eða dropar 50 millilítrar bourbon (má sleppa) Brúnaðar kartöflur 100 grömm karamellugrunnur 30 grömm smjör 1 kíló kaldar skrældar forsoðnar kartöflur Piparkökukaramellupopp 3 lítrar popp (um 100 gröm af poppmaís) 300 grömm karamellugrunnur 100 grömm smjör 1 teskeið malaður kanill 1 teskeið malað engifer ¼ teskeið malaðir negulnaglar ½ teskeið salt ½ teskeið matarsódi Tvær lúkur af góðum piparkökum Leiðbeiningar Karamellugrunnur - Blandið saman sykri, 100 millilítrum og vínsteini í þykkbotna potti. Hitið sykursírópið yfir háu hita þar til það byrjar að dökkna. Lækkið þá undir pottinum niður í miðlungshita. Notið hitamæli til að mæla karamelluna af og til. Takið pottinn af hellunni þegar karamellan nær 170°C og hellið afganginum af vatninu út í. Passið ykkur því karamellan freyðir illilega þegar vatnið fer út í. Hrærið í karamellunni og hellið henni síðan í stóra krukku og setjið lok á. Karamellusósa - Hitið karamellugrunninn í miðlungsstórum þykkbotna potti yfir miðlungshita þar til hann hefur náð 180°C. Takið pottinn af hitanum og bætið rjómanum út í og hrærið þar til hættir að freyða. Bæti við salti, vanillufræjum og bourbon og hrærið vel. Látið sósuna kólna ögn áður en hún er borin fram en ef á að geyma hana þá er hún sett beint á krukku. Brúnaðar kartöflur - Hitið karamellugrunninn á stórri pönnu yfir miðlungsháum hita þar til hann er orðinn dökkgullinn. Bræðið smjörið þá í karamellunni og bætið köldum kartöflunum saman við. Veltið kartöflunum um í karamellunni í um 10 mínútur eða þar til þær eru heitar í gegn. Berið strax fram. Karamellupopp - Smyrjið stóra hitaþolna skál og stóra ofnplötu með olíu. Setjið poppið í skálina. Hitið karamellugrunninn í miðlungsstórum þykkbotna potti yfir miðlungshita þar til hann hefur náð 180°C. Takið pottinn af hitanum og bætið við smjöri, kanil, engiferi, negul, salti og matarsóda en þá byrjar blandað freyða nokkuð vel. Hrærið rösklega í pottinum og hellið síðan heitri karamellunni í skálina með poppinu. Hrærið snögglega og rösklega í poppinu og passið ykkur á því að karamellan er sjóðheit og skálin gæti verið það líka! Hellið poppinu á bökunarplötuna og dreifið úr því. Myljið piparkökurnar yfir poppið og látið það kólna í um 15 mínútur áður en það brotið í sundur. Geymið í loftþéttu í láti.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Jólakokteillinn Tommi og Jenni Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 11. desember 2019 09:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Súkkulaðitrufflur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 12. desember 2019 09:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 09:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Skákkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 13:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Jólakokteillinn Tommi og Jenni Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 11. desember 2019 09:45
Aðventumolar Árna í Árdal: Súkkulaðitrufflur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 12. desember 2019 09:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaskjóður Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 09:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Skákkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 10. desember 2019 13:00