Sóknarfæri í ferðaþjónustu Sigurður Valur Sigurðsson skrifar 11. desember 2019 12:00 Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem erlendum gestum og flugferðum til og frá landinu fækkar skiptir máli að hámarka virði allra þeirra sem sækja landið heim. Að horfa til þess að fjölga þeim ferðamönnum sem kallast „betur borgandi gestir“ er mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og grundvöllur þess að ná jafnvægi í henni eftir öfgakennt vaxtarskeið. Alþjóðabankinn birti nýverið spá um viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi og spáir vexti á þessu sviði sem er tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en á heimsvísu næstu 10 árin. Þeir gestir sem flokkast undir viðskiptaferðamenn eru þeir sem koma til landsins til að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og sýningum. Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma. Stefnurammi ríkisstjórnarinnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er „Arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð“. Það að byggja betur undir viðskiptaferðaþjónustu, nú þegar áætlaður vöxtur er innan þeirrar greinar, er gott tækifæri til að styðja við þá stefnu því þeir ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert. Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur frá árinu 2012 haft það hlutverk að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og markaðssetja Reykjavík og Ísland fyrir viðskiptaferðamenn með áherslur á ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði og hefur vöxturinn frá því að verkefnið fór af stað verið að jafnaði 18,8% milli ára skv. greiningu Alþjóðabankans. Á þessum árum höfum við byggt upp einstakt tengslanet og notið sívaxandi ávinnings af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Fram undan eru tækifæri, t.d. með uppbyggingu fyrsta 5 stjörnu hótelsins á Íslandi, Marriott, við Hörpuna, Iceland Parliament Hotel við Austurvöll auk fjölda áhugaverða uppbyggingaverkefna víða um land. Það er því er mikilvægt að við aukum enn sókn okkar á þessum vettvangi. Við getum nýtt þá þekkingu og tengslanetið sem búið er að byggja upp til þess að stækka þennan hóp ferðamanna enn frekar. Með þessu fylgjum við fast eftir stefnu ríkisstjórnarinnar með því að byggja undir betur borgandi gesti á Íslandi, viðskiptaferðamenn nýta innviði okkar með mun ábyrgari hætti en aðrar tegundir ferðamanna og því líklegri til að að vera í sátt við land og þjóð.Höfundur er markaðsstjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. Í umhverfi þar sem erlendum gestum og flugferðum til og frá landinu fækkar skiptir máli að hámarka virði allra þeirra sem sækja landið heim. Að horfa til þess að fjölga þeim ferðamönnum sem kallast „betur borgandi gestir“ er mikið tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og grundvöllur þess að ná jafnvægi í henni eftir öfgakennt vaxtarskeið. Alþjóðabankinn birti nýverið spá um viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi og spáir vexti á þessu sviði sem er tvisvar til þrisvar sinnum hraðari en á heimsvísu næstu 10 árin. Þeir gestir sem flokkast undir viðskiptaferðamenn eru þeir sem koma til landsins til að taka þátt í fundum, hvataferðum, ráðstefnum, viðburðum og sýningum. Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópi hér á landi og fjölda erlendra rannsókna er þetta hópur sem eyðir hærri fjárhæðum á hverja gistinótt, ferðast af ábyrgð í viðkvæmri náttúru og kemur helst utan háannatíma. Stefnurammi ríkisstjórnarinnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er „Arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta í sátt við land og þjóð“. Það að byggja betur undir viðskiptaferðaþjónustu, nú þegar áætlaður vöxtur er innan þeirrar greinar, er gott tækifæri til að styðja við þá stefnu því þeir ferðamenn eru ágætt dæmi um vel skilgreindan hóp ferðamanna sem er til þess fallinn að ýta undir frekari verðamætasköpun í greininni. Hér á landi höfum við byggt upp reynslu og þekkingu í að þjónusta þennan sértæka hóp erlendra gesta. Við höfum framúrskarandi innviði og vöru sem er eftirsótt vegna sérkenna íslenskrar menningar, náttúru og hugarfars. Við höfum líka tækifæri til þess að vaxa og getum nýtt þá innviði sem þegar hefur verið fjárfest í betur en nú er gert. Ráðstefnuborgin Reykjavík hefur frá árinu 2012 haft það hlutverk að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu og markaðssetja Reykjavík og Ísland fyrir viðskiptaferðamenn með áherslur á ráðstefnur, fundi, hvataferðir og viðburði og hefur vöxturinn frá því að verkefnið fór af stað verið að jafnaði 18,8% milli ára skv. greiningu Alþjóðabankans. Á þessum árum höfum við byggt upp einstakt tengslanet og notið sívaxandi ávinnings af þeirri vinnu sem unnin hefur verið. Fram undan eru tækifæri, t.d. með uppbyggingu fyrsta 5 stjörnu hótelsins á Íslandi, Marriott, við Hörpuna, Iceland Parliament Hotel við Austurvöll auk fjölda áhugaverða uppbyggingaverkefna víða um land. Það er því er mikilvægt að við aukum enn sókn okkar á þessum vettvangi. Við getum nýtt þá þekkingu og tengslanetið sem búið er að byggja upp til þess að stækka þennan hóp ferðamanna enn frekar. Með þessu fylgjum við fast eftir stefnu ríkisstjórnarinnar með því að byggja undir betur borgandi gesti á Íslandi, viðskiptaferðamenn nýta innviði okkar með mun ábyrgari hætti en aðrar tegundir ferðamanna og því líklegri til að að vera í sátt við land og þjóð.Höfundur er markaðsstjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík).
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar