Skotárás í kirkju í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 22:51 Öryggisvörður í kirkjunni er sagður vera meðal þeirra sem urðu fyrir skoti. Vísir/AP Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira