Skotárás í kirkju í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 22:51 Öryggisvörður í kirkjunni er sagður vera meðal þeirra sem urðu fyrir skoti. Vísir/AP Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tvö létust og einn særðist lífshættulega í skotárás í kirkju í Fort Worth í Texas-ríki í Bandaríkjunum í dag. Í frétt Guardian um málið segir að þrír einstaklingar, allt karlmenn, hafi orðið fyrir skotum, og tveir þeirra hafi látist. Sá þriðji var færður á sjúkrahús með lífshættulega áverka. Ástæður að baki skotárásinni liggja ekki fyrir, samkvæmt yfirvöldum í Fort Worth. Þá hefur New York Times eftir eldri hjónum sem urðu vitni að árásinni að einn hinna látnu sé öryggisvörður sem reyndi að bregðast við árásinni. „Hann reyndi að gera það sem þurfti til þess að vernda okkur hin,“ hefur NYT eftir Mike Tinius, sem segir öryggisvörðinn hafa verið góðan vin sinn. „Það er algerlega hræðilegt að sjá einhvern fremja ofbeldisverk,“ bætti hann við og sagðist ekki hafa þekkt til árásarmannsins né þekkja ástæðurnar að baki árásinni. Þá telja viðbragðsaðilar í Fort Worth að einn þeirra þriggja sem voru skotnir hafi verið árásarmaðurinn sjálfur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, bað íbúa ríkisins að biðja fyrir fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra, í tísti sem hann gaf út í kjölfar árásanna. „Tilbeiðslustaðir eiga að vera heilagir, og ég er þakklátur þeim safnaðarmeðlimum sem brugðust skjótt við og tóku árásarmanninn niður og forðuðu þannig frekara mannfalli.“ Statement on shooting at West Freeway Church of Christ in White Settlement: pic.twitter.com/Crrrvavvs6— Gov. Greg Abbott (@GovAbbott) December 29, 2019 Rúmlega tvö ár eru síðan önnur skotárás átti sér stað í kirkju í Texas, en í nóvember 2017 skaut Devin Patrick Kelley á þriðja tug kirkjugesta til bana í Sutherland Springs áður en hann framdi sjálfsvíg.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira