Reyndi að fá Ara Behn til að breyta lokaorðum bókarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:51 Ari Behn og Marta Lovísa Noregsprinsessa í London árið 2013. Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29