Erlent

Búa sig undir enn eina hitabylgjuna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ástralskir slökkviliðsmenn vakta skógarelda um miðjan mánuðinn.
Ástralskir slökkviliðsmenn vakta skógarelda um miðjan mánuðinn. Vísir/getty

Slökkviliðsmenn í Ástralíu búa sig nú undir enn eina hitabylgjuna í landinu en undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér.

Að sögn veðurfræðinga verður hitinn rúmlega fjörutíu gráður víða um landið og sérstaklega á þeim svæðum sem þegar hafa orðið hvað verst úti í eldunum, líkt og í New South Wales og Victoria.

Nú þegar brenna um hundrað eldar víðsvegar um landið, sá stærsti vestur af stórborginni Sydney. Í síðustu viku féllu hitamet í landinu tvo daga í röð, þegar hitinn fór mest í 41,9 gráður að meðaltali í landinu öllu.


Tengdar fréttir

Meðalhitinn yfir fjörutíu stigum

Aldrei hefur verið heitara í Ástralíu en í gær. Meðalhiti í landinu fór upp í 40,9 stig og hitinn er ekki á förum strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×