Farþegaþota fórst í Kasakstan Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 06:19 Flugvélin hafnaði á byggingu skömmu eftir flugtak. Vísir/AP Að minnsta kosti fimmtán fórust þegar farþegaþota með 98 innanborðs brotlenti við Almaty-flugvöllinn í suðausturhluta Kasakstan í nótt. Í frétt BBC af slysinu segir að flugvélin, sem var á vegum kasakstanska flugfélagsins Bek air, hafi misst flugið skömmu eftir flugtak, farið í gegnum steinvegg og hafnað á nærliggjandi byggingu. Að minnsta kosti sextíu voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Flugvélin var af gerðinni Fokker 100 og var á leið frá Almaty, stærstu borg Kasakstan, til Nur-Sultan, höfuðborgar landsins. Farþegar um borð voru 93, þar af átta börn, og áhöfn taldi fimm manns, samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Almaty. Sex börn voru á meðal hinna látnu, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Kasakstan. Frá vettvangi slyssins í morgun.Vísir/AP Haft er eftir Maral Erman, sem var um borð í flugvélinni þegar hún hrapaði, að vélin hafi titrað við flugtak. Í fyrstu hafi virst sem lendingin hafi heppnast en raunin hafi verið önnur. Þá hafi ekki gripið um sig mikil örvænting meðal farþega um borð. „Það voru engin öskur.“ Komið verður á fót sérstakri nefnd til að rannsaka tildrög slyssins. Þá færði Qasym-Jomart Toqayev, forsætisráðherra Kasakstan, fjölskyldum hinna látnu samúðarkveðjur og hét því að þeir sem ábyrgð bæru á slysinu yrðu sóttir til saka.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kasakstan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Að minnsta kosti fimmtán fórust þegar farþegaþota með 98 innanborðs brotlenti við Almaty-flugvöllinn í suðausturhluta Kasakstan í nótt. Í frétt BBC af slysinu segir að flugvélin, sem var á vegum kasakstanska flugfélagsins Bek air, hafi misst flugið skömmu eftir flugtak, farið í gegnum steinvegg og hafnað á nærliggjandi byggingu. Að minnsta kosti sextíu voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Flugvélin var af gerðinni Fokker 100 og var á leið frá Almaty, stærstu borg Kasakstan, til Nur-Sultan, höfuðborgar landsins. Farþegar um borð voru 93, þar af átta börn, og áhöfn taldi fimm manns, samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum í Almaty. Sex börn voru á meðal hinna látnu, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti Kasakstan. Frá vettvangi slyssins í morgun.Vísir/AP Haft er eftir Maral Erman, sem var um borð í flugvélinni þegar hún hrapaði, að vélin hafi titrað við flugtak. Í fyrstu hafi virst sem lendingin hafi heppnast en raunin hafi verið önnur. Þá hafi ekki gripið um sig mikil örvænting meðal farþega um borð. „Það voru engin öskur.“ Komið verður á fót sérstakri nefnd til að rannsaka tildrög slyssins. Þá færði Qasym-Jomart Toqayev, forsætisráðherra Kasakstan, fjölskyldum hinna látnu samúðarkveðjur og hét því að þeir sem ábyrgð bæru á slysinu yrðu sóttir til saka.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kasakstan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira