Erlent

Í fyrsta skipti engin jólamessa í Notre Dame frá 1803

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Eldurinn í apríl olli stórkostlegu tjóni á dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran sem var frá átjándu öld hrundi.
Eldurinn í apríl olli stórkostlegu tjóni á dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran sem var frá átjándu öld hrundi. Vísir/Getty

Engin miðnæturmessa var í Notre Dame í París á aðfangadagskvöld eins og verið hefur frá árinu 1803.

Messan var flutt í aðra kirkju en var með sama sniði, kór Notre Dame söng og prestur kirkjunnar messaði.

„Þetta er sorglegt því við erum vön Notre Dame og messan þar er sérstök,“ segir Patrick Chauvet, sóknarprestur í Notre Dame.

Í apríl á þessu ári kviknaði eldur í þaki Notre Dame og skemmdist kirkjan mikið. Enn er ekki öruggt að vera inni í kirkjunni og ekki er talið að uppbygging hefjist fyrr en 2021.

Chauvet segir ekki hættulegt að vera inni í kirkunni og ekki sé víst að henni verði bjargað.

„Núna er þetta ekki hættulaust, það verður öllu óhætt þegar við tökum niður stillansana. En það eru helmingslíkur á að stillansarnir falli á hvelfingarnar þrjár. Eins og þið sjáið er byggingin enn mjög viðkvæm,“ segir Patrick Chauvet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×