Enski boltinn

Handtekinn fyrir kynþáttaníð gegn Son

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kynþáttaníð hefur verið mikið vandamál í enska boltanum á síðustu tímabilum
Kynþáttaníð hefur verið mikið vandamál í enska boltanum á síðustu tímabilum vísir/getty

Stuðningsmaður Chelsea var handtekinn fyrir meint kynþáttaníð gegn Tottenhammanninum Son Heung-min í leik liðanna um helgina.

Chelsea vann leikinn 2-0 en mest hefur verið rætt um kynþáttaníðið sem átti sér stað á vellinum. Dómari leiksins, Anthony Taylor, þurfti tvisvar að stoppa leikinn vegna þess að varnarmaður Chelsea, Antonio Rudiger, varð fyrir kynþáttaníði.

Tottenham hefur haft mál Rudiger í rannsókn og enn ekki komist að niðurstöðu en Sky Sports greindi frá því að upp hefði komið að einn stuðningsmanna Chelsea hafi verið handtekinn á meðan leiknum stóð.

Sá stuðningsmaður var handtekinn fyrir kynþáttaníð sem á að hafa verið í átt að hinum suður-kóreska Son.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×