„Þetta er bara algjör hundsun“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 19:31 Stjórn Landssambands hestamannafélaga segja Samtök íþróttafréttamanna senda kaldar kveðjur til hestamanna. Rut Sigurðardóttir/LH Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“. Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn Landssambands hestamannafélaga sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem lýst er yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins. Þau segja samtökin senda kaldar kveðjur til hestamanna í ljósi þess að afreksknapinn Jóhann Rúnar Skúlason endaði ekki á lista yfir þá tíu sem eiga möguleika á að vera valdir íþróttamenn ársins. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir málið vera dapurlegt fyrir greinina sem og samtökin sem sáu um valið í ljósi þess að Jóhann Rúnar vann þrefaldan heimsmeistaratitil í ár. Hann segist ekki vita hvað veldur.Sjá einnig: 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 „Það er ekki gott að segja. Það var mikið fjallað um heimsmeistaramótið og þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Þetta er náttúrulega einstakt afrek og við vorum svo sem að gæla við að hann gæti átt möguleika á að vera einn af þremur en að komast ekki einn af tíu, það sáum við ekki í spilunum sem möguleika,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir feril Jóhanns einstakan á heimsvísu og það sé sorglegt að sjá litið fram hjá því. Þó hann vilji ekki bera saman íþróttir sé greinilegt að Jóhann hafi unnið mikið afrek í ár. „Menn eiga kannski ekki mikið að fara að bera saman íþróttir, hve margir eru að stunda hvað, þetta er náttúrulega sérsamband innan ÍSÍ, Landssamband hestamannafélaga, og þetta er sá grundvöllur sem við keppum á sem er hvað sterkastur. Við náðum þarna stórkostlegum árangri og þetta er bara algjör hundsun.“ Ekki ósáttur við þá íþróttamenn sem eru á listanum Lárus ítrekar þó að með yfirlýsingu sinni sé Landssamband hestamannafélaga ekki að gagnrýna þá sem enduðu á lista yfir tíu efstu né gera lítið úr þeirra afrekum. „Ég ætla ekkert að bera saman greinar. Það að við séum ósátt við þessa tíu sem eru tilnefndir eins og kom fram á mbl.is er náttúrulega bara útúrsnúningur, við erum ekkert að taka afstöðu til þess góða fólks. Við erum bara ósátt við það að okkar maður er ekki þarna á topp tíu, það er það sem við erum að benda á.“ Í yfirlýsingu samtakanna segir að niðurstaðan sé til marks um augljósa vankunnáttu eða áhugaleysi á hestaíþróttum og hún kasti rýrð á hestamennsku sem íþróttagrein en gjaldfelli þó meira störf íþróttafréttaritara. Landssambandið telur það jafnframt nauðsynlegt að Íþróttasamband Íslands endurskoði það fyrirkomulag sem viðhaft er við val á íþróttamanni ársins. Það eigi að koma því í faglegan farveg þar sem sé tryggt að íþróttagreinar sitji við sama borð en sé ekki háð „áhuga og þekkingu íþróttafréttaritara“.
Hestar Íþróttamaður ársins Íþróttir Tengdar fréttir 10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00 Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019 Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019. 23. desember 2019 08:00
Skagfirðingar unnu til tvennra verðlauna á HM í Berlín Skagfirðingar náðu í gull og silfur á HM íslenska hestsins í Berlín. 10. ágúst 2019 21:00