Fleiri sem þurfa að neita sér um tannlæknisþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2019 13:54 Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju. Vísir/vilhelm Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn. Heilbrigðismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Sjá meira
Fjörutíu og þrjú prósent þeirra félagsmanna Einingar Iðju sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup hafa einhvern tíman á síðustu tólf mánuðum þurft að fresta eða hætta við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju segir stöðuna vera alvarlega. Það sé falleinkunn fyrir heilbrigðiskerfið að svona margir þurfi að neita sér um sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Í viðhorfs- og kjarakönnun Gallup sem Eining Iðja hefur látið gera undanfarin ár kemur fram að drjúgur hluti félagsmanna þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárhags. Björn segir málið vera grafalvarlegt en niðurstaðan sé þó að mestu í samræmi við það sem komið hefur fram á árum áður ef frá er talin tannlæknisþjónusta. „Þetta hefur komið út úr okkar spurningum, við höfum verið með þessar spurningar áður en það sem er að gerast núna er að frekar færri hafa neitað sér um að kaupa sér lyf og að fara til almenns læknis en þeim fjölgar sem neita sér um að fara til tannlæknis.“ Björn segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi þurft að neitar sér um tannlæknisþjónustu. Í könnuninni kemur fram að 43,3% félagsmanna sem tóku þátt höfðu á síðustu tólf mánuðum frestað eða hætt við að fara til tannlæknis af fjárhagsástæðum. Björn segist hafa sérstakar áhyggjur af foreldrum á aldrinum 25-35 ára sem komi áberandi verst út í könnuninni. „Það er alltaf þessi aldurshópur sem kemur verst út úr þessum könnunum hvort sem það er almenn lækning, lyf eða tannlæknir. Þarna er greinilegt að fólkið með ungu börnin lætur þau hafa forgang,“ segir Björn. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða að kerfið okkar - sem við teljum nú vera rosalega gott - að það skuli gera það að verkum að fólk hafi ekki efni á að leita sér hjálpar og það að fara til almenns læknis, kaupa lyf og ég tala nú ekki um að fara til tannlæknis. Þetta er raunverulega, hvað á maður að segja, falleinkunn á heilbrigðiskerfið okkar þegar svona er komið fyrir fólki“. Í síðustu viku tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, um aðgerðir til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Á næstu tveimur árum er áætlað að auka framlög til tannlæknisþjónustu þjónustu við börn og lífeyrisþega um samtals 320 milljónir króna. Árið 2021 er síðan gert ráð fyrir 90 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum fólks vegna tannlæknisþjónustu vegna slysatilvika og meðfæddra galla. Aðspurður hvort hann telji að þetta muni bæta stöðuna segir Björn. „Allt sem lækkar kostnað fyrir fólk til að nýta heilbrigðiskerfið er auðvitað jákvætt en ég tel að það þurfi að fara mjög vel ofan í saumana á þessu, þegar svona kemur í ljós. Það sem er líka að gerast er að það er erfiðara fyrir fólk á landsbyggðinni að sækja sér lækningar en það er ákveðinn kapítuli út af fyrir sig, þar sem meginlæknisþjónusta er orðin svo mikil á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf að fara langar leiðir,“ segir Björn.
Heilbrigðismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Sjá meira