Alli tryggði Tottenham endurkomusigur á Brighton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tottenham-menn fagna sigurmarkinu sem Alli skoraði.
Tottenham-menn fagna sigurmarkinu sem Alli skoraði. vísir/getty

Tottenham kom til baka og vann 2-1 sigur á Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Dele Alli skoraði sigurmark Spurs á 72. mínútu. Með sigrinum komst Tottenham upp í 5. sæti deildarinnar. Brighton, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum, er í 13. sætinu.

Brighton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náði forystunni á 37. mínútu þegar Adam Webster skallaði aukaspyrnu Pascals Groß í netið. Staðan í hálfleik var 0-1, gestunum frá Brighton í vil.

Tottenham-menn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og á 53. mínútu jafnaði Harry Kane. Hann fylgdi þá eftir skoti sínu sem Mat Ryan varði. Kane skoraði einnig í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Kane hefur nú skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla. Aðeins Robbie Fowler hefur skorað fleiri (9).



Á 72. mínútu átti varamaðurinn Christian Eriksen frábæra sendingu á Serge Aurier sem sendi fyrir á Alli sem skoraði sigurmark Tottenham með góðu skoti. Lokatölur 2-1, Spurs í vil.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira