Gísli Marteinn lét skera krabbameinið burt og tók strætó heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 09:09 Sjálfa sem Gísli Marteinn tók að bíða eftir strætó á leið heim frá lækninum. Gísli Marteinn Baldursson Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi. Heilbrigðismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor. Meinið var skorið burt skömmu síðar og hefur ekki bært á sér síðan. Þessu greinir Gísli Marteinn frá í fréttabréfi sem sent var á vini, vandamenn og aðra fylgjendur hans í gærkvöldi. Gísli byrjar skeytið á því að biðja fylgjendur póstlistans um að hafa engar áhyggjur – hann sé alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein sé ekki lífshættulegt og raunar svo saklaust að það sé ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Grunnfrumukrabbamein er tegund húðkrabbameins og algengust þeirra meina í heiminum, að því er fram kemur í umfjöllun um þau á Vísindavefnum. Afar fáheyrt er að þau leiði til dauða og þau meinvarpast ekki. „Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt,“ skrifar Gísli Marteinn. Þá lætur Gísli Marteinn fylgja mynd með skeytinu sem hann tók þar sem hann beið eftir strætó eftir að meinið var skorið burt. „Strætó er alltaf góður, en aldrei betri en þegar er nýbúið að skera burtu krabbamein af nefinu.“ Það eru þó ekki aðeins heilsufarsvandamál sem rata í fréttabréf Gísla Marteins í ár heldur minnir hann á jólaþátt Vikunnar sem sýndur er á RÚV 27. desember næstkomandi. Þá fagnaði Kaffihús Vesturbæjar, sem Gísli Marteinn rekur ásamt félögum sínum, fimm ára afmæli í vor. Gísli Marteinn greindi frá því í sambærilegu fréttabréfi í fyrra að hann hefði lagst undir hnífinn á árinu og látið frysta rafleiðslu við hjartað sem orsakaði hjartsláttarköst, sem honum þóttu orðin þreytandi.
Heilbrigðismál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Sjá meira