Var of veikur til að samþykkja fimm milljóna millifærslu til unnustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 08:23 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira