„Allt of mikið framleitt í heiminum“ Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:45 „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla.“ Vísir/Getty Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30