Segir Play reyna að sækja fjármagn á gaddfreðnum markaði Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2019 19:12 Snorri Jakobsson, forstöðumaður Capacent vísir/vilhelm Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi. Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi.
Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira