Lífið

Malín Frid er harðasti iðnaðar­maður Ís­lands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Malín Frid er grjóthörð og er búin að vera í 17 metra hæð síðustu daga að koma Dalvíkurlínu aftur í gang.
Malín Frid er grjóthörð og er búin að vera í 17 metra hæð síðustu daga að koma Dalvíkurlínu aftur í gang.

Malín Frid er loftlínurafvirki hjá Veitum. Hún sigraði með miklum yfirburðum keppnina um harðasta iðnarmann landsins sem haldin er á útvarpsstöðinni X-977 í samstarfi við Húsasmiðjuna, Rún heildverslun og Roadhouse.

Ómar Úlfur tók hús á vinningshafanum og fræddist aðeins um starfið. Í ljós kom að Malín er grjóthörð og vinnur við mjög erfiðar aðstæður.

Undanfarnar vikur hafa hlustendum X977 boðist að koma með tilnefningar um harðasta iðnaðarmanninn og komu inn fjölmargar ábendingar um slíka. Sérstök dómnefnd fór svo yfir allar tilnefningar.

Hún valdi tíu einstaklinga sem þóttu skara framúr og hófst þá kosning á harðasta iðnaðarmanni Íslands sem fór fram hér.

„Ef það er eitthvað sem klikkar þá þurfum við að klifra upp en ég er kannski ekkert sú reynslumesta hér,“ segir Malín Frid í samtali við Ómar en þegar hann ræddi við hana var hún nýkomin frá Dalvík þar sem mikið þurfi að lagfæra eftir óveðrið sem gekk yfir svæðið á dögunum.

„Þetta var í raun eins og Domino-kubbar. Það brotnuðu bara nánast allir staurarnir. Við vorum að vinna í því að reisa nýja staura og festa síðan upp línurnar.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Malín í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.