Demókratar deildu: „Milljarðamæringar í vínhellum eiga ekki að velja næsta forseta“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 11:28 Frambjóðendurnir sjö á sviði í gær. AP/Chris Carlson Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Los Angeles í gær. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum. Andrew Yang, Pete Buttigieg, Eilizabeth Warren, Joe Biden, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Tom Steyer. Sex vikur eru þar til fyrstu atkvæðagreiðslurnar í forvalinu fara fram. Kappræðurnar fóru að mestu rólega fram en það einkenndi þær hvernig aðrir frambjóðendur beindu spjótum sínum að Pete Buttigieg. Að mestu snerust ummæli frambjóðenda um Buttigieg að reynsluleysi hans og vinsældum hans meðal auðjöfra. Hinn 37 ára gamli borgarstjóri frá Indiana hefur rakað inn peningum í kosningabaráttunni og fjölmiðlar vestanhafs segja það hafa farið í taugarnar á öðrum þekktari og reynslumeiri frambjóðendum. Fréttir um fjáröflunarkvöldverð Buttigieg í Napa hafa vakið mikla athygli þar sem hann snæddi kvöldverð með auðugum aðilum í vínhelli. Hann var á hælunum mest allt kvöldið.Elizabeth Warren og Buttigieg deildu hvað mest og snerust þær deilur að mestu um þennan helli. Warren hefur ekki tekið á móti fjárveitingum frá ríkum aðilum og þykir með frjálslyndari frambjóðendum flokksins. Deilur þeirra hafa verið að byggjast upp og þá sérstaklega vegna þess að Buttigieg hefur verið að laða fylgjendur Warren til sín. Buttigieg virtist tilbúinn með svar og benti á að hann væri bókstaflega eini aðilinn á sviðinu sem væri ekki milljóna- eða milljarðamæringur. Eigur Warren væru til dæmis hundrað sinnum meiri en eigur hans. Þá sagði hann að ef Warren vildi leggja til kosningasjóða hans myndi hann taka því fagnandi þó hún væri mun auðugri en hann. Hann gagnrýndi hana einnig fyrir að hafa tekið við framlögum auðjöfra í framboði hennar til öldungadeildarinnar í fyrra og flutt rúmar tíu milljónir dala úr til núverandi kosningabaráttu sinnar. Amy Klobuchar gagnrýndi Buttigieg einnig en hún gagnrýndi hann fyrir reynsluleysi. Hún sagðist sjálf hafa sýnt að hún geti unnið kosningar. Hann svaraði einnig og sagði að eflaust þætti henni lítið til koma varðandi stærð South Bend, borgarinnar sem Buttigieg hefur verið bæjarstjóri í undanfarin ári. En ef hún vildi spá í hver gæti sigrað kosningar ætti hún að ímynda sér hvernig það væri að fá 80 prósent atkvæða sem samkynhneigður maður í Indiana, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og alræmdur hommahatari, var ríkisstjóri. Kappræðurnar sneru þó alls ekki eingöngu að Pete Buttigieg. Frambjóðendurnir ræddu einnig hver ætti besta möguleikann á því að sigra Donald Trump, ákærurnar gegn forsetanum, spillingu, aldur og kynþætti. Joe Biden, sem er hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrata, miðað við kannanir, þykir hafa staðið sig temmilega vel og sérstaklega með tilliti til þess að í fyrri kappræðum hefur hann ekki staðið sig vel. Þrátt fyrir það hefur Biden gengið vel í könnunum. Biden nefndi það að hann gæti átt auðveldara en aðrir frambjóðendur með að vinna með Repúblikönum á þingi. Hann hefði sýnt það í gegnum tíðina. „Ef einhver hefur tilefni til að vera reiður út í Repúblikana og til að vilja ekki vinna með þeim, er það ég. Þeir hafa ráðist á mig, son minn og fjölskyldu,“ sagði Biden. „Staðreyndin er samt sú að við verðum, við verðum að koma hlutunum í verk.“ Hér að neðan má sjá samantekt Washington Post frá gærkvöldinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira