Enski boltinn

Solskjær reiknar með Pogba á morgun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba verður í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í stórleik nýársdags ef marka má svar Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Man Utd, á blaðamannafundi í Manchester í dag.

„Já ég reikna með því,“ sagði Solskjær þegar hann var spurður að því hvort Pogba myndi ferðast með liðinu til Lundúna.

Það vakti mikla undrun þegar Pogba var ekki í leikmannahópi Man Utd gegn Burnley á dögunum þar sem hann hafði komið inn af varamannabekknum í síðustu tveimur leikjum liðsins á undan, gegn Watford og Newcastle.

„Þegar þú hefur verið frá svona lengi tekur það alltaf tíma að ná sér 100% góðum. Hann þurfti líklega bara einn dag til viðbótar í endurheimt,“ sagði Solskjær.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Pogba hjá Man Utd og ýmsar sögur á kreiki þess efnis að hann sé að reyna að losna frá félaginu.


Tengdar fréttir

Ensku blöðin ósammála um framtíð Paul Pogba

Paul Pogba hefur ekki spilað með Manchester United liðinu síðan í lok september og Frakkinn hefur verið orðaður við Real Madrid í mjög langan tíma. Svo mikil er óvissan að ensku blöðin slá nú upp tveimur mjög mismundandi fréttum um hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×