Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 14:08 Fjöldi fólks slasaðist þegar Paul Doyle ók bíl sínum inn í mannhafið í Liverpool-borg. Getty/Owen Humphreys Hinn 54 ára gamli Paul Doyle var í dag dæmdur til fangelsisvistar í 21 og hálft ár fyrir að aka bíl í bræði sinni í gegnum þvögu af meira en hundrað manns í Liverpool-borg í vor, þegar verið var að fagna Englandsmeistaratitlinum í fótbolta. Liverpool-fólk fagnaði Englandsmeistaratitlinum þann 26. maí og safnaðist múgur og margmenni saman í borginni til að gleðjast. Gleðin breyttist hins vegar í martröð þegar Doyle ók bifreið sinni í gegnum op á vegatálmum, sem myndað hafði verið fyrir sjúkrabíl, og inn í stóran hóp fólks sem átti fótum sínum fjör að launa. Doyle var dæmdur fyrir að hafa valdið 29 manns skaða, allt frá sex mánaða ungabarni til 77 ára gamals manns. Á meðal fólks í nágrenninu voru Íslendingar sem ætluðu sér að njóta sigurhátíðarinnar en enduðu á að hrósa happi yfir að hafa sloppið. Doyle hafði í upphafi neitað sök en snerist svo hugur á öðrum degi réttarhaldanna og játaði sök í öllum ákæruliðum. Ákæruliðirnir voru 31 talsins, þar af sautján fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þrír fyrir líkamsárás af ásetningi, og svo fyrir hættulegan akstur og óspektir á almannafæri. Örin á sálinni mun dýpri BBC tók saman nokkur af ummælum fórnarlamba Doyle. „Ekki sitja í vitnastúkunni og vorkenna sjálfum þér,“ sagði hin 55 ára gamla Susan Farrell og bætti við að elsta dóttir hennar „hefði ekki horft á einn einasta leik síðan“ því „hljóðin í söngvunum vekja upp óbærilegar minningar“. „Ég mun aldrei losna við það sem ég sá þennan dag,“ sagði hinn fertugi Paul Fitzsimons, sem hélt að Doyle væri að fremja hryðjuverkaárás. „Hverja vakandi stund finnst mér þetta atvik fylgja mér,“ sagði kona sem þarf að „endurupplifa hinar skelfilegu stundir aftur og aftur“ þegar bíll Doyle keyrði á barnavagn sex mánaða gamals barnabarns hennar. „Ég vildi að ég hefði aldrei farið í skrúðgönguna eða stutt Liverpool,“ sagði Ian Passey, 47 ára. Hann rifjaði upp að hafa séð 77 ára gamla móður sína fasta undir bíl með höfuðið „í blóðpolli“. Stefan Dettlaff, 73 ára, sagði að eiginkona hans, Hilda, sem var með honum í skrúðgöngunni, hefði breyst „úr sterkri, sjálfstæðri og umhyggjusamri eiginkonu og móður í skel af manneskju sem ég þekki stundum ekki“. „Líkamlegu örin eru sýnileg, en þau tilfinningalegu eru dýpri,“ sagði hinn 62 ára gamli Robin Darke en árásin olli honum varanlegri afmyndun. Móðir 11 ára drengs sagði að áreksturinn „hefði ekki aðeins skaðað líkama hans, heldur skilið eftir tilfinningaleg ör á allri fjölskyldunni“. Enski boltinn Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Liverpool-fólk fagnaði Englandsmeistaratitlinum þann 26. maí og safnaðist múgur og margmenni saman í borginni til að gleðjast. Gleðin breyttist hins vegar í martröð þegar Doyle ók bifreið sinni í gegnum op á vegatálmum, sem myndað hafði verið fyrir sjúkrabíl, og inn í stóran hóp fólks sem átti fótum sínum fjör að launa. Doyle var dæmdur fyrir að hafa valdið 29 manns skaða, allt frá sex mánaða ungabarni til 77 ára gamals manns. Á meðal fólks í nágrenninu voru Íslendingar sem ætluðu sér að njóta sigurhátíðarinnar en enduðu á að hrósa happi yfir að hafa sloppið. Doyle hafði í upphafi neitað sök en snerist svo hugur á öðrum degi réttarhaldanna og játaði sök í öllum ákæruliðum. Ákæruliðirnir voru 31 talsins, þar af sautján fyrir tilraun til að valda alvarlegum líkamsmeiðingum, níu fyrir að valda alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi, þrír fyrir líkamsárás af ásetningi, og svo fyrir hættulegan akstur og óspektir á almannafæri. Örin á sálinni mun dýpri BBC tók saman nokkur af ummælum fórnarlamba Doyle. „Ekki sitja í vitnastúkunni og vorkenna sjálfum þér,“ sagði hin 55 ára gamla Susan Farrell og bætti við að elsta dóttir hennar „hefði ekki horft á einn einasta leik síðan“ því „hljóðin í söngvunum vekja upp óbærilegar minningar“. „Ég mun aldrei losna við það sem ég sá þennan dag,“ sagði hinn fertugi Paul Fitzsimons, sem hélt að Doyle væri að fremja hryðjuverkaárás. „Hverja vakandi stund finnst mér þetta atvik fylgja mér,“ sagði kona sem þarf að „endurupplifa hinar skelfilegu stundir aftur og aftur“ þegar bíll Doyle keyrði á barnavagn sex mánaða gamals barnabarns hennar. „Ég vildi að ég hefði aldrei farið í skrúðgönguna eða stutt Liverpool,“ sagði Ian Passey, 47 ára. Hann rifjaði upp að hafa séð 77 ára gamla móður sína fasta undir bíl með höfuðið „í blóðpolli“. Stefan Dettlaff, 73 ára, sagði að eiginkona hans, Hilda, sem var með honum í skrúðgöngunni, hefði breyst „úr sterkri, sjálfstæðri og umhyggjusamri eiginkonu og móður í skel af manneskju sem ég þekki stundum ekki“. „Líkamlegu örin eru sýnileg, en þau tilfinningalegu eru dýpri,“ sagði hinn 62 ára gamli Robin Darke en árásin olli honum varanlegri afmyndun. Móðir 11 ára drengs sagði að áreksturinn „hefði ekki aðeins skaðað líkama hans, heldur skilið eftir tilfinningaleg ör á allri fjölskyldunni“.
Enski boltinn Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira