Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. desember 2019 12:15 Fylgið stjórnmálaflokkanna hefur breyst mikið frá síðustu kosningum. Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýjustu könnun. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Sjá meira