Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 09:44 Ástralskir slökkviliðsmenn hafa barist við elda öll jólin eins og þeir hafa gert um mánaðaskeið. AP/Ingleside-slökkviliðið Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07