Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 09:50 Efnahagur Bretlands gæti dregist saman um allt að fjórðung á öðrum fjórðungi ársins. EPA/Facundo Arrizabalaga Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. Samdrátturinn verður samkvæmt spánni sá mesti í skráðri sögu Bretlands, um þrjár aldir, og er áætlað að störfum muni fækka og atvinnuleysi hækka í átta prósent. Tekin var sú ákvörðun að halda stýrivöxtum í 0,1% í Bretlandi í morgun. Í spá Seðlabankans segir að verg landsframleiðsla gæti dregist saman um 25 prósent á öðrum fjórðungi ársins. Heilt yfir yrði samdrátturinn þó 14 prósent. Spáin byggir einnig á því að breska ríkið verji miklum upphæðum til stuðnings fyrirtækja og efnahagsins, samkvæmt Sky News. Hún gerir þó ekki spá fyrir því að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar taki annan kipp. Samkvæmt spánni geta Bretar fljótt náð striki á nýjan leik og hraðar en í kjölfar hrunsins 2008. Seðlabankinn segir að vöxtur gæti náð 15 prósentum árið 2021. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. Samdrátturinn verður samkvæmt spánni sá mesti í skráðri sögu Bretlands, um þrjár aldir, og er áætlað að störfum muni fækka og atvinnuleysi hækka í átta prósent. Tekin var sú ákvörðun að halda stýrivöxtum í 0,1% í Bretlandi í morgun. Í spá Seðlabankans segir að verg landsframleiðsla gæti dregist saman um 25 prósent á öðrum fjórðungi ársins. Heilt yfir yrði samdrátturinn þó 14 prósent. Spáin byggir einnig á því að breska ríkið verji miklum upphæðum til stuðnings fyrirtækja og efnahagsins, samkvæmt Sky News. Hún gerir þó ekki spá fyrir því að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar taki annan kipp. Samkvæmt spánni geta Bretar fljótt náð striki á nýjan leik og hraðar en í kjölfar hrunsins 2008. Seðlabankinn segir að vöxtur gæti náð 15 prósentum árið 2021.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira