Enski boltinn

Leikmaður Arsenal græðir mest á Instagram af öllum í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Ceballos hjá Arsenal kann að nýta sér samfélagmiðla eins og Instagram.
Dani Ceballos hjá Arsenal kann að nýta sér samfélagmiðla eins og Instagram. Getty/Stuart MacFarlane

Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa haft mikinn auka frítíma í þessum kórónuveiru faraldri og sumir hafa einbeitt meira á það að stækka nafn sitt á samfélagsmiðlum eins og Instagram.

Vefsíðan OnlineCasinos.co.uk ákvað að kanna það betur hvaða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni séu að fá mestar tekjur í gegnum heimsóknir og styrktarsamninga á Instagram.

Samkvæmt fyrrnefndri samantekt þá hafa leikmenn Manchester United fengið samanlagt yfir 543 þúsund pund í tekjur af Instagram á þessu tímabili þar af 65 þúsund pund eftir að deildin lagðist í dvala vegna kórónuveirunnar. 543 þúsund pund eru tæpar hundrað milljónir í íslenskum krónum.

Næstu lið á eftir Manchester United eru síðan Chelsea (540 þúsund pund), Arsenal (373 þúsund) og Manchester City (369 þúsund). Leikmenn Liverpool (313 þúsund) ná bara fimmta sætinu, rétt á undan nágrönnum sínum í Everton (295 þúsund).

Þegar kemur að leikmönnum verða öruggleg margir hissa á því hver sér stærsta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar á Instagram en það er Arsenal maðurinn Daniel Ceballos sem er á láni hjá félaginu frá Real Madrid.

Daniel Ceballos hefur fengið meira en 101 þúsund pund í tekjur af Instagram á þessu tímabili eða um átján og hálfa milljón íslenskra króna.

Næstu menn koma líka mörgum á óvart en það eru Andreas Pereira hjá Manchester United og Ilkay Gundogan hjá Manchester City. Chelsea mennirnir Kurt Zouma og Kepa Arrizabalaga eru síðan í næstu sætunum.

Það er einnig athyglisvert að þeir Brandon Williams hjá Manchester United og André Gomes hjá Everton eru báðir á undan efsta leikmanni Liverpool sem er Georginio Wijnaldum.

Það má lesa meira um þetta og sjá töflurnar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×