Sport

Dansað á línunni á Extra­leikunum: „Ég labba nefni­lega skakkt bara yfir­höfuð“

Sindri Sverrisson skrifar
Menn voru misjafnlega kokhraustir fyrir 200 metra hlaupið og einnig mismeðvitaðir um hvernig ummál hrings virkar.
Menn voru misjafnlega kokhraustir fyrir 200 metra hlaupið og einnig mismeðvitaðir um hvernig ummál hrings virkar. Sýn Sport

Tíunda greinin í Extraleikunum, sem orðnir eru ómissandi hluti af af þáttunum Bónus deildin Extra á Sýn Sport, var einföld. Þeir Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, og Tommi Steindórs kepptu í 200 metra hlaupi.

„Ég hlýt að vinna þetta. Ég hef fulla trú á því,“ sagði Nablinn kokhraustur fyrir hlaup á meðan að Tommi var ekki ýkja bjartsýnn:

„Ég er lurkum laminn [eftir fyrri greinarnar] og er frekar svartsýnn. Það eru örugglega tíu ár síðan að ég hljóp eitthvað lengra en 200 metra.“

„Hvað heldurðu að ég sé alltaf hlaupandi? Það er bara ef einhver er á eftir mér,“ skaut Nablinn inn í.

Hlaupið má sjá hér að neðan.

Klippa: Extraleikarnir - 200 metra hlaup

Frjálsíþróttadrottningin Silja Úlfarsdóttir leyfði mönnum ekki að komast upp með neitt múður og fór vandlega yfir það með Nablanum að hann þyrfti að halda sig innan sinnar hlaupabrautar. Með því að stíga yfir strik yrði hann dæmdur úr leik. Það leist Nablanum illa á:

„Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð,“ sagði hann léttur. Nablinn átti svo einnig afar erfitt með að samþykkja það að Tommi, sem hljóp á ytri hring sem eðli málsins samkvæmt er stærri hringur, myndi ekki byrja á sömu ráslínu og hann.

Allt þetta breytti hins vegar engu um það að keppnin varð gríðarlega spennandi, eins og heildarstigakeppnin í Extraleikunum er orðin.

Hlaupið má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn í heild var á Sýn Sport Ísland í kvöld klukkan 20. Þættina má svo finna á Sýn+.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×